Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 37
MAÐURINN MICHELANGELO
35
er hann lýsti málaranum fyrir
honum.
Strax og Michaelangelo lauk
málverkunum í Sixtínsku kapell-
unni, tók hann aftur til við verk,
sem hann hafði byrjað á mörgum
árum fyrr, en það var minnis-
merki uin Júlíus II. Sá páfi dó
skömmu síðar, og eftirmaður
hans ákvað, að styttan skyldi
verða iburðarminni. Henni átti
að vera lokið eftir níu ár, en
Michelangelo tókst aldrei að
Ijúka henni. En þrjár þeirra
smærri höggmynda, sem áttu
að verða hluti af hinu mikla
minnismerki um páfann og hon-
um tókst að ljúka, eru meðal
hins bezta, er eftir hann liggur:
Það er Móses, sem er nú í kirkju
St. Péturs, ,,í HIekkjum“ í Róm
og tveir Þrælor, sem eru í Lou-
vresafninu i París. Þegar hann
lauk við hið risastóra verk, Mós-
es, sló hann á það með meitli
sinum og sagði: „Talaðu nú.“
Að undanskildum stuttum
heimsóknum til Ferrara og Fen-
eyja, eyddi Michelangelo 12 ár-
um i Flórens, þangað til Páll
páfi III. kvaddi hann til Róm-
ar árið 1534 til þess að vinna
hið siðasta mikla meistaraverk
,,Hinn hinzti dómnr", sem þek-
ur 3.500 ferfet á veggnum yfir
altarinu í Sixtínsku kapellunni.
Nú var Michelangelo kominn á
sjötugsaldur, en næstu 7 árin
vann hann í kyrrþey og ein-
manalegri þögn í söniu kirkj-
unni, sem hann hafði málað
loftmálverkin þrem áratugum
áður.
Hið mikla verk var afhjúpað
á jóladaginn árið 1541 í viður-
vist preláta og pilagríma hvaðan-
æva úr Evrópu. Biagio, siða-
meistari páfa, hneykslaðist á
hinum mörgu nöktu verum í
hinni lielgu mynd og sagði, að
þetta hæfði betur „svallveizlu
en kapellu páfans“. Michelangelo
varð svo ofsareiður, að hann
málaði andlit Biagio á andlit
Minosar, sem ríkir yfir neðstu
byggðum Vitis, umvafinn högg-
ormum. Prelátinn móðgaðist og
kvartaði yfir þessu, en þcirri
kvörtun hans svaraði Páll páfi
III. þessum orðum: „Hefði mál-
arinn sent yður í hreinsunareld-
inn, hefði ég gert mitt ýtrasta til
þess að ná yður þaðan, en ég
hef engin áhrif í Viti.“
Þegar Michelangelo var feng-
inn til þess að mála ,,Hinn hinzta
dóm“, útnefndi Páll páfi hann
sem arkitekt Vatikansins. Hann
var á sjötugsaldri, þegar hann
hóf þetta nýja starf sitt. Hann
var einn af arkitektum þeim,
sem byggðu St. Péturskirkjuna
undir yfirstjórn hvcrs páfans af
öðrum. Hið glæsta hvolfþak
hennar er nú það minnnismerki