Úrval - 01.09.1964, Side 41
MAÐURINN MICHELANGELO
39
listamann. „Hún er aðeins eftir-
mynd af fullkomnun hans, skuggi
af pensli hans, samræmi hans.
Og því er það ekki nóg fyrir
málarann að vera mikill og mjög
leikinn meistari í sinni listgrein.
Það er ákveðin trú mín, að líf
hans ætti að vera helgað hrein-
leika og heilagleika eftir mætti,
svo að Heilagur Andi megi
stjórna hugsunum hans.“
HANDFÖNG, SEM STJÓRNAÐ ER MEÐ MUNNLEGUM
FYRIRSKIPUNUM
Fjarstjórn véla, sem hlýða munnlegum fyrirskipunum, er nú
auðvelduð með nýju handfangi, sem hlýðir slikum fyrirskipunum,
stöðvar vélar og setur hær í gang. Er hér um, bandaríska upp-
finningu að ræða. Handfangið gengur fyrir venjulegum straum,
og vélin, eða tækið, sem stjórna á, er sett í samband við hand-
fangið með venjulegri ístungu. Vilji maður stöðva útbúnaðinn,
kalar maður bara: „Stopp!“
Nýja hraðritunarstúlkan var ung og falleg, og kvennabósi skrif-
stofunnar tók strax að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Hann
sagði miklar frægðarsögur af sjálfum sér og lýsti afrekum sínum
á knattspyrnuvellinum, dansgólfinu, í stríðinu og öðrum orrustu-
völlum lífsins..
Eitt sinn er hann var alveg að gera útaf við hana meði enda-
lausri romsu, gat hún ekki á sér setið. Hún brosti ofur sakleysis-
lega til hans og spurði: „Hefurðu aldrei látið taka af þér hóp-
mynd?“
Brezkt tímarit heldur þvi fram, að hefði Hrói höttur, útlaginn
sem rændi hina ríku til þess að gefa hinum fátæku, verið uppi
nú á dögum, hefði honum verið stungið í fangelsi sem hverjum
öðrum glæpamanni. Við efumst stórlega um það. Það er miklu
líklegra, að hann hefði skrifað bók, sem borið hefði titilinn „Al-
mennar kenningar um auðsskiptinguna“. Síðan hefði hann sjálf-
sagt verið kosinn á Þing, og svo hefði hann sjálfsagt endað sem
fjármálaráðherra. Chicago News.
Verið er að gera tilraunir með flokkun pósts með hjálp út-
fjólublárrar geislunar. Looking Ahead.