Úrval - 01.09.1964, Síða 46
44
ÚRVAL
víst eruð þér engill.“ Þá vissi ég,
að timi var til kominn til að taka
um hönd hans og beina henni
að horni skúffunnar. Og á hverj-
um degi gaf hann mér pening-
inn, en ég læddi honum alltaf
i skúffuna að nýju.
Síðasta daginn lét ég senda
eftir prestinum, hr. Howþrd.
Hann kom og las lágt fyrir hr.
Ditto, líkt og maður les fyrir
harn, sem er að sofna. Rödd
hans gældi blíðlega við hin
fögru orð
. . .,,Eri er hann sd mannfjöldann,
gekk hann upp á fjallið. Og er
hann var setztur niður, komu
lærisveinar til hans. Og hann
lauk upp munni sínum, kenndi
þeim og sagði: Sælir eru fátækir
því cð þeirra er himnariki. Sælir
em sgrgjendur, þvi að þeir munu
huggaðir verða. Sælir eru hóg-
værir, því að þeir munu landið
erfa.“
Ég hugsaði með sjálfri mér:
Herra Ditto liafði vissulega verið
hinn fátækasti og hógværasti
allra. Hann hafði glaður tekið
þjáningunni án þess að kvarta.
En nú, á síðustu stundu lífs sins,
gat hann ekki að nýju heyrt
loforöið um eilifa gleði. Skyndi-
leg'a gerði hjarta mitt uppreisn.
Herra Ditto! Hversu nafnið
hæfði honum vel, líkt og guð
liefði gert svolítið hlé á sköpun-
arstarfinu, er hann hafði skapað
heilan heim af fólki, og sagt síð-
an: Ditto.... og þá var hann
skapaður. Hvaða tilgangur hafði
verið með sköpun hans? Hvaða
þýðingu hafði hið tilgangslausa
lif hans, sem hann lifði í stakri
þolinmæði?
Eftir að presturinn var farinn,
stóð ég þarna í langan tíma með
hinn dýrmæta smápening i
hendi mér. Að lokum lét ég hann
hjá öðrum hlutum herra Ditto,
vafði utan um þennan litla pakka
og merkti hann nafni hans. Síð-
an fór ég með hann til skrif-
stofunnar og lagði til, að séra
Howard yrði afhentur pakkinn.
Rétt þegar ég var að ljúka
vinnu síðari hluta dagsins, kom
séra Howard til mín., Hann leit
á mig og brosti. „Það virðist
sem herra Ditto hafi skilið eftir
sig dálitla eign,“ sagði hann.
„Ég held, að hann hefði kosið,
að jjér fengjuð hana.“ Og um
leið tók hann 5 centa pening-
inn upp úr vasa sínuin og jarýsti
honum í lófa mér.
í þetta skipti tók ég við honum
án þess að hika, þvi að skyndi-
lega skynjaði ég merkingu gjaf-
ar herra Ditto, er ég minntist
glampans í augum hans. Ég hafði
tekið við þessum peningi aftur
og aftur með sorg í hjarta, því
að mér hafði fundizt peningur
þessi tákn um sára fátækt hans.