Úrval - 01.09.1964, Side 48
Hinn mikli franski málari, Auguste Renoir, átti listina að sannköll-
uðu lifsakkeri. Á síðustu æviárum hans, er hann var að mestu
lamaður í fólum og bundinn við hjólastól, tókst lækni einum
að koma honum á fætur. En er málarinn gerði sér grein
fyrir því, að öll orka hans færi i það átak að læra
að ganga að nýju, valdi hann sér hjólastólinn
sem hlntskipti sitt, svo að hann gæti beint
allri orku sinni að list sinni.
HSTHROÐUR
Eftir Jean F.enoir.
XMUV í SKÚFFU í gömlu
ski ifborði heima eru
RsffiíÆlf hanzkar, sem faðir
minn átti einu sinni,
Ijósgráir lianzkar úr
mjög góðu leðri, mjög litlir.
„Auguste Renoir hafði ótrúlega
smáar hendur af karlmanni að
vera,“ var eitt sinn sagt um
hann.
Er ég leit á hanzkana nýlega,
minntist ég vorsins 1915. Það
var á öðru ári fyrri lieimsstyrj-
aldarinnar. Hann var þá 74 ára
að aldri, og ég' var nýkominn
heim til Parísar til þess að jafna
inig eftir skotsár, sem ég hafði
fengið á vígstöðvunum. Þegar
ég nálgaðist ibúðina okkar á
Boulevard Rochechouart, tók ég
eftir blómasölukonu, sem hallaði
sér upp að litla handvagninum
sínum. Það var sama konan,
sem hafði staðið þarna, þegar
ég lagði af stað i striðið. Ein
af fyrirsætum föður mins opnaði
hurðina, er ég barði að dyrum,
og hún hrópaði upp yfir sig,
er hún sá hækjurnar. Eldabusk-
an okkar, hún Stóra-Lovisa, kom
hlaupandi á móti mér og kyssti
mig. Hið ytra virtist ekkert hafa
breytzt, nema það mátti heyra
drunur fallbyssnanna i fjarska,
þegar vindurinn var norðlægur.
En þegar ég sá föður minn,
þar sem hann beið eftir mér í
hjólastólnum sínum, brá mér í
brún. Honum hafði hrakað mik-
ið, síðan ég fór, og hann var
orðinn svo miklu rýrari. Hend-
urnar hans virtust svo hroðalega
4(i
— Reader's Dig. —