Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
eitt mesta verk hans. Og úr litlu
litaklessunum á litaspjaldi sínu
miðla?Si hann hverju málverki
sínu af öðru glæstri litadýrð,
gullnum og purpurarauðum blæ-
brigSum, ljómanum af lioldi,
sem er þrungiS ungu og heil-
brigðu blóði, og umfram allt
miðlaði hann þeim töfrum Ijóss-
ins og birtunnar, er allt sigrar.
Það var sem hann ræki upp
öflugt ástaróp, er hann fann
ævikvöld sitt nálgast. Það var
sem ástaróður.
Og hvernig birtist þessi auð-
legð litanna greinilegar en i
siðustu myndinni, sem faðir
minn málaði. Ég hafði farið til
Nizza þann dag. Hann liafði
fengið slæmt i lungun og oröið
að hafast við í herbergi sínu.
Hann bað um litakassann sinn
og penslana og hóf síðan að
mála vasa með anemonum, sem
tíndar höfðu verið i garðinum
hans. í nokkrar stundir varð
hann eitt með blómunum og
gleymdi kvölum sínum. Siðan
benti hann einhverjum nær-
stöddum að taka pensilinn hans,
og Stóra-Lovisa heyrði hann
segja „Ég held, að ég sé að byrja
að skilja eitthvað í þessu.“
Og þessa nótt dó faöir minn,
78 ára að aldri.
Búinn hefur verið til þríhyrndur flugbelgur, sem gerður er
úr þrem 110 feta löngum einingum, sem eru eins og vindlar í
laginu. Þessir flugbelgir munu verða stöðugar undirstöður (pall-
ar) fyrir stjörnusjónauka eða veðurathuganatæki í 10.000 feta
hæð. Áætlun hefur verið gerð um smíði stærri loftbelgja, sem
aðsetur munu hafa í 100.000 feta hæð„
Looking AViead
FJARSKIPTI
Smábátaeigendur geta haft talsamband við land í síma, þótt
þeir séu allt að 50 mílur frá ströndinni. Þessi litli þráðlausi sími
er aðeins rúm 3% kg. á þyngd, um fet á lengd og rúmir 3 þuml-
ungar á hæð. Hann er kallaður RAY-1045 og kostar £133. Er sagt,
að hann sé „sá kraftmesti, sem nokkru sinni, hefur verið smið-
aður." Hann notar mjög litla orku, en samræðum er hægt að
haldá uppi, þótt 50 mílur séu á milli báts og lands.