Úrval - 01.09.1964, Page 58
56
URVAL
blöðura um fætur okkar. Það los-
aði mann við mikla fyrirhöfn
að þurfa ekki að vera að hafa
fyrir þvi að hringja á flugþern-
una.
Okkur fannst það dásamlegt
að fara gegnum Klettafjöllin i
stað jjess að fara gfir þau. Mað-
ur finnur sannarlega, hversu
stórkostlegt fjall er, sem er fyrir
ofan flugvélina, sem maður er í.
Það var aðeins eitt atvik, sem
gat dregið athygli okkar frá
fjöllunum og vangaveltum okkar
jrfir þvi, hvernig flugmaðurinn
ætlaði að komast gegnum jsau
(sérstaklega þegar hann þurfti
að biðja um annað landakort).
Og þetta atvik var fólgið í þvi,
að skrúfa losnaði af vinstra
hreyflinum. Olia spýttist út um
gatið, og hreyfillinn varð fljót-
lega eins og is með súkkulaði-
sósu. Einhver spurði flugmann-
inn að því, hvenær hreyfillinn
mundi stöðvast, en það hafði ó-
sköp litla þýðingu að spyrja
spurninga, því að hávaðinn í
farþegaklefa Blikkgæsarinnar er
slíkur, að það er eins og maður
sé að reyna að tala í landssím-
ann við hliðina á loftbor.
Við lentum í Parker, Arizona-
fylki til þess að leita þar að
nýrri skrúfu, og þar uppgötvuð-
um við enn einn skemmtilegan
þátt, sem nútímaflug er annars
gersneytt. Koma okkar þangað
var stórviðburður. Lauren High-
tower eftirlitsmaður sá einhvern
hlut, sem kom svifandi í leyfis-
leysi niður á flugvöllinn hans,
og því kom hann til vallarins
í lögreglubíl, vopnaður byssu.
Á eftir honum kom Joe Burns.
Hann var í bol, sem á stóð: Hr.
Hestafl. Hann hafði verið að
hleypa vatni í sundlaugina sína,
þegar hann kom auga á forn-
gripinn okkar beint uppiyfir sér.
Hann þekkti, hvers kyns grip-
ur þetta var, þvi að hann hafði
unnið við slikar þriggja lireyfla
flugvélar í San Diego. Hr. Hest-
afl fór heim í hílskúrinn sinn,
þar sem hann geymir Fordinn
sinn, og náði i afskaplega fal-
lega splunkunýja látúnsskrúfu,
sem jhann tók ])at' úr utanhorðs-
mótor.
Já, við höfðum einhver áhrif
á flesta, sem við flugum yfir.
Þegar við vorum að fljúga yfir
Coloradoána, leit kona á vatna-
skíðuin upp til okkar. Henni
varð svo mikið um, að hún skall
endilöng. í bænum Winslow
komu litlir snáðar út á flug-
völl til þess að klappa Blikk-
gæsinni vinalega, og kona nokk-
ur sagði, að flug okkar væri
mesti viðburðurinn þar, síðan
Hopi-Indíánarnir dönsuðu mikla
snákadansinn þar. í Amarillo
komu menn frá verzlunarráðinu
út á flugvöll. Þeir voru á kúreka-