Úrval - 01.09.1964, Side 61
59
Sérhæfingin er nú farin að segja
til sín í spænskum rakarastofum.
Á speglum þriggja rakara í rak-
arastofu einni á Majorca eru til-
kynningar. Á einni er tilkynnt,
að viðkomandi rakari leggi eink-
um fyrir sig almennar fréttir, sá
næsti er sérfræðingur í íþróttum
og kvikmyndum og sá þriðji í
kvenfólki og menningu.
Palma de Majorca Ultima Hora.
Skilgreining lífstíðardóms: Refs-
ing fyrir stolinn koss.
—o—
Bilstjóri nokkur í Washington
stöðvaði bíl sinn til þess að hjálpa
konu nokkurri, sem var i stand-
andi vandræðum með bilinn sinn
á einní aðalumferðargötunni. Bíll-
inn hafði stöðvazt, og hún var að
strá sandi úr farangursgeymslunni
umhverfis framhjólin. „Sandurinn
ætti að vera umhverfis afturhjól-
in,“ sagði hann. Hún hnussaði
fyrirlitlega að heimsku hans og
svaraði: „Það vantar svo sem ekki.
að afturhjólin snúist. Það eru
bara framhjólin, sem vilja alls
ekki snúast."
Minneapolis Tribune.
Arthur Godfrey var eitt sinn
að tala um hliralausa kjóla, og
varð honum þá að orði: „Ó, eru
Þeir raunverulega svona sniðnir?
Ég hélt bara, að stelpurnar vefðu
nokkrum metrum af satíni utan
um sig, drægju andann djúpt að
sér og segðu: „Svona, hagið ykkur
nú vel!“
Dr. Charles Mayo hitti einu
sinni gamla konu, sem sagði hon-
um að hún ætti afmæli einmitt
þennan dag og væri það 108. af-
mælisdagurinn hennar. Hinn frægi
skurðlæknir var nokkuð vantrú-
aður á þetta, en sagði þó: „Ég
vona, að mér auðnist að fá að
sjá yður á 109. afmælisdeginum
yðar.“
„Auðvitað fáið þér það,“ sagði
kerlingin hin ánægðasta.
„Er það nú alveg öruggt?"
spurði hann.
„Auðvitað," svaraði hún. „Mjög
fá-tt fólk deyr á milli 108. og 109.
aldursársins. Dítið Iþér bara í
dánarskýrslurnar."
Þegar Seymour Peyser, fyrrver-
andi varaforseti kvikmyndafélags-
ins United Artists Corp , sór em-
bættiseið sinn sem varaforstjóri
„Agency for International Devel-
opment" (Alþjóðlegu Þróunar-
stofnunarinnar), sagði hann: „Ég
býst við, að ég sé sá eini hér, sem
hef notið þeirra forréttinda að
vei-ta sumu-m af helztu kvikmynda-
dísum Hollywood lán. Nú held ég,
að það sé tími til kominn að reyna
að hjálpa vanþróaðri svæðum."