Úrval - 01.09.1964, Page 62
landiö, sem tíminn
gleymdi
Risaeyjan Nýja Guinea er eitt þeirra örfáu landssvæöa hnattar
■vors, sem enn mega heita lítt könnuö. En þessi risaeyja
er sannkölluö furöuveröld. Enn þann dag í dag
rekast vísindamenn og landkönnuöir á fólk, sem stendur á
algeru steinaldarstigi og hefur aldrei fyrr augum litið
livita menn. Sumt af þessu fólki álítur jafnvel, aö endamörk
veraldarinnar séu fjöllin, sem umlykja dálinn,
er þaö býr í.
Eftir Lowell Thomas.
ISSULEGA er ekki
til neitt land þessu
likt. Nýja Guinea,
316.000 fermílur að
stærð, líkust risa-
eðlu í lög'un, liggur fyrir norðan
Ástralíu. Hausinn á skepnunni
veit í vesturátt og nær norður
undir miðbaug, en sporðinum,
sem er fjöllum krýndur, dýfir
hún í Kóralhafið. Þetta er
stærsta eyja jarðarinnar (að
Grænlandi undanskildu), villt,
furðulegt og ótrúlega frumstætt
land, sé hluti hins byggða heims,
sem minnst er kannaður.
60
Reader's Dig. —