Úrval - 01.09.1964, Side 63
NÝJA GUINEA — LANDIÐ, SEM TÍMINN .. .
(>1
Innri héruð Nýju Guineu, ólg-
andi af lífi, eru umyafin g'rænni
dulúð og tryllingslegri fegurð.
Þar eru regnskógar, sem heita
má ómögulegt að komast í gegn-
nm, og miklar gjár, frjósamir
dalir og æðandi fljót. Um risa-
skóga fljúga hundruð tegunda
sjaldgæfra fugla með marglitar
fjaðrir, þar á meðal sá allra
stórkostlegasti, paradísarfuglinn.
I risavöxnum frumskógunum má
finna pokadýr, sem klifra í tré,
leðurblökur með fimm feta
Tænghaf, risaeðlur og risaslöng-
ur. í fenjum og ám úir og grúir
af krókódílum og skjaldbökum,
se m vega liundruð punda.
Þetta afskekkta landflæmi er
síðasta vígi steinaldarmannsins.
Þegar flogið er yfir 1000 mílna
löngum fjallshryggjum í mið-
hluta Nýju Guineu, getur að lita
dali, þar sem fólk býr og lifir
sínu lífi á alveg sama hátt og
það gerði fyrir 10.000 árum.
Þarna eru hundruð þúsunda
manna, sem vita ekki um tilvist
hvíta mannsins, já, þetta fólk
hefur jafnvel aldrei grunað, að
það sé nokkur veröld handan
f jallsbrúnanna umhverfis dalinn.
Á mörgum svæðum þess hluta
Nýju Guineu, sem Ástralía stjórn-
ar, getur maður átt það á hættu,
að fá í sig spjót hausaveiði-
manns, verða laminn í liausinn
með steinexi eða enda ævi sina
sem réttur fyrir mannætur, sem
eru sérstaldega sólgnar í „langt
svín“.
Fyrir sex árum hélt ég 400
mílna leið upp eftir ánum Sepik
og May, þar sem krökkt er af
krókódílum. Ég ætlaði að mynda
líf vissra ættflokka, sem stunda
enn hausaveiðar. Ég vissi, að
þang'að myndi ég einhvern tíma
snúa aftur, og í fyrrasumar
varð þessi fullvissa að veruleika.
Með myndatökumönnum fór
ég langt inn á þessa ótrúlegu
eyju. Aðalmarkmið ferðar okkar
var að verða vitni að furðulegri
athöfn. Við ætluðum að sjá
75.000 steinaldarmenn safnast
saman í Wahgidalnum, sem er
100 mílur á lengd, umkringdur
fjöllum, sem eru allt að mílu á
hæð. Þar átti að halda geysilegt
mót, sem þeir kalla „hig fella
sing' sing“, og á því móti átti
að sýna ýmsar siðvenjur hinna
ýmsu flokka. Þetta er nokkurs
konar landbúnaðarsýning, sem
hin ástralska héraðsstjórn gengst
fyrir. Og var hún haldin í Mt.
Hagen á hinum nýopnuðu lands-
svæðum í vestur hálöndunum.
Við vorum vaktir fyrir dögun
á opnunardaginn með tryllings-
legum söng og trumbuslætti, er
þúsundir innlendra manna
streymdu inn á hinn risastóra
völl, þar scm mótið skyldi Iiald-
ið. Þeir flæddu yfir völlinn í