Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
endalausum straumi, syngjandi
æpandi og dansandi. Andlit
þeirra voru máluð í æpandi iit-
um, og voru þetta merki hinna
ýmsu ættflokka. Nef þeirra voru
skreytt beinum og galtartönn-
um, sem stungið hafði verið i
gegnum þau. Likamir þeirra
gljáðu af svinafeiti. Allir voru
þeir sem sagt allsnaktir, en
höfuðbúnaður þeirra var glæstar
fjaðrir hundraða fugla.
Þeir streymdu fram og aftur
um völlinn og það kvað við í
fjöllunum undan frumstæðum
söng þeirra. Jörðin skalf bók-
staflega undan dansandi fótum
þeirra. Og mér datt í hug, að
fáir nútímaménn hefðu nokkru
sinni litið tryllingslegri, villi-
mannlegri sýn. Jafnvel áhorfend-
urnir voru blátt áfram stórkost-
legir. Einn þeirra hafði verið
dauður í hálft ár. Hann var af
Lagaipættflokknum, og vinir
hans innan ættflokksins höfðu
reykt hann og komið með hann
með sér á mótið, vegna þess að
hann hafði látið í ijós löngun
til að' fara og ættflokkurinn gat
ekki valdið honum þeim von-
hrigðum að skilja hann eftir
heima.
Já, þetta var litrík sjón, en að-
stæðurnar voru þó ekki alls kost-
ar hættulausar. Þarna voru sam-
ankomnir ættflokkar, sem höfðu
staðið i stöðugum ófriði öldum
saman. Allir voru með spjót,
boga, örvar og steinaxir, og allir
voru mjög æstir. En forvitnin
sigraði hinar herskáu tilhneig-
ingar þeirra. Margir sáu nú fóik
af öðrum ættflokkum i fyrsta
sinni. Á milli þess að þeir sungu
og dönsuðu, reikuðu þeir um og
virtu hver annan fyrir sér eða
störðu töfraðir á það, sem til
sýnis var á sýningunni, úrvals
landbúnaðarvörur, búpening,
skólavinnu og handavinnu, sýn-
islvorn þess, sem hvíti maðurinn
liafði kennt þeim innfæddu, sem
lengra voru komnir á þróunar-
brautinni. Steinaldarfólkið fann
þarna margt, sem það gat dáðst
að, margt, sem kom því til þess
að hugsa um liluti, sem það
kynni að geta eignazt einhvern
tíma, og afrek, sem það kynni
að geta leyst af hendi síðar meir.
Og þetta var einmitt tilgangur
sýningarinnar. Tom Ellis héraðs-
stjóri orðaði þennan tilgang á
eftirfarandi hátt: „Yið viljum
rjúfa einangrun ættfiokkanna,
leyfa þeim að sjá, hvernig sam-
vinna við stjórnarvöldin getur
auðgað líf þeirra, fært þeim
lagavernd, röð og reglu á mörg-
um sviðum, heilbrigði og....
umfram allt... . frið.“
Hversu margir eru í þessu
landi, sem tíminn gleymdi, auk
þessara 75.000 steinaldarmanna?
Enginn veit það með vissu. Það