Úrval - 01.09.1964, Side 66
64
ÚRVAL
Það var 200 feta langt og á við
fjögurra hæ'ða hús á hæð. Það
hvíldi á risastórum stólpum, og
gólfið var G fetum fyrir ofan
jörðu. I súlurnar inni í liús-
inu voru útskornir fuglar og
ýmsar furðuverur, og hátt uppi
í rjáfri héngu ógnvekjandi grím-
ur og hauskúpur manna. Það
liefur alltaf verið venja, að í
fyrstu stólpaholuna, sem grafin
er, þegar hefja skal byggingu
tamberan, verður að setja lifandi
mann og síðan cr hinn risavaxni
stólpi rekinn ofan á hann.
Sumir ættflokkar hengja haus-
kúpur forfeðra sinna í netpoka
á húsveggi sína. Meðal eins ætt-
flokks að minnsta kosti en hann
nefnist Azera, skreyta ekkjurnar
sig ekki með öðru en hauskúpu
hins látna eiginmanns,, en hana
hengja þær við háls sér. Aðrir
nota hauskúpur framliðinna ætt-
ingja fyrir kodda.
Piltum er kennt að þola sárs-
auka án þess að æðrast. Líf
stúlknanna er lauðveldara. ...
svona í fyrstu. Þær giftast venju-
lega á unglingsárum sinum, en
þangað til lifa þær glaðværu og'
alfrjálsu lífi, mála andlit sitt,
skreyta sig með skeljum og fjöðr-
um og bíða bezta hjónabands-
tilboðsins. Það ern lagðar mjög
litlar kynferðilegar hömlur á
þær, og allt frá kynþroskaárun-
um geta þær því miðlað ást
sinni óspart. En strax og þær
giftast, verða þær nokkurs kon-
ar vinnuþrælar. Þær rækta
garða, bera eldivið, elda, búa til
veiðinet og körfur. Fjölkvæni
er algengt, en fyrsta eiginkonan
hefur síður en svo íi móti þvi,
að fleiri bætist í hópinn, því
að vinna hennar verður léttari
eftir því sem hún verður að
deila eiginmanninum með fleiri
konum.
Hjónábandið er mjög þýðing-
armikið fjárhagslega séð. Fö'ð-
urnum verður að færa gj'afir,
og fyrir unga stúlku, vel hrausta,
geta þær numið allt að 500 doll-
ara virði, og fer greiðslan fram
í grísum, skeljum, öxum og
spjótum. Stundum er stúlkum
stolið eða þær teknar höndum
í viðureign við óvinaflokka. Slík
kvennarán auk svínaþjófnaðar,
eru oftast orsök hinna stöðugu
blóðhefndaviga.
Allt frá því að Spánverjinn
T)on Jorge de Meneses steig á
land á ógnvekjandi strönd Nýju
Guineu árið 1527, hafa land-
könnuðir, kaupmenn og ævin-
týramenn stöðugt verið að konm
og fara. En fáir þeirra þorðu að
fara lengra en nokkrar mílur
inn í land. Það er fyrst á síðustu
þrem áratugum, að meiri háttar
tilraunir hafa verið gerðar til
þess að komast að því, hvað
lægi að baki hinum hrikalegu