Úrval - 01.09.1964, Side 69
67
NÝJA GUINÉA — LANDIÐ, SEM TÍMINN ...
Bækistöð Hooks í Kopiago
sýnir vel, livað hægt er að gera,
en hún er nýjasta stöðin í hin-
um háu Miðfjöllum. Þetta svæði
hefur jafnvel ekki verið opnað
fyrir trúboða enn þá, en samt
hefur Dave Hook og Christine,
hinni ungu og fallegu konu hans,
tekizt að binda endi á bardaga
og morð að miklu leyti. Þau
liafa stofnsett skóla og komið
upp búgörðum, liafið ræktun
korns, hneta, hvítkáls, ýmiss
konar baunategunda, salats, tóm-
ata og nýrra afbrigða af sætum
kartöflum meðal villimannanna,
og þar að auki hafa þau aukið
eggjahvítuefnaneyzlu þeirra með
því að hefja kjúklingaræktun
og svínakynbætur, en áður skorti
þá mjög eggjahvítuefni.
Trúboðar hafa einnig lijálpað
steinaldarfólki Nýju Guineu að
hefja betra líf. WiIIiam A. Ross
Iieitir kaþólskur prestnr, sem
býr i Mt. Hagen. Hann er 68 ára
að aldri. Hann yfirgaf heimili
sitt nálægt Kingston i New York-
fylki og fór til Nýju Guineu árið
1926. Árið 1934, eða aðeins ári
eftir að Leahybræðurnir fundu
Wahgidalinn, stjórnaði séra Ross
leiðangri til dalsins. Hann gekk
þangað alla leið frá Madang.
Það var hroðalega erfið ferð,
sem tók 38 daga. Og liann hefur
dvalið í dalnum síðan.
Það virðist sem hann eigi sér
verndarengil er verji hann fyrir
öllum hættum. Báðir prestarnir,
sem fylgdu honum, voru drepn-
ir af Mogeiættflokknum, og
margir hvitir menn hafa síðar
verið drepnir á þessu svæði.
En ekkert hár hefur verið skert
á höfði séra Ross. Hann er að-
eins rúm 5 fet á hæð, hefur sítt,
hvítt skegg, skær augu og er full-
ur af lífsgleði. Hann er sérfræð-
ingur í öllu, er snertir þennan
hluta Nýju Guineu.
Hann var kominn til Wahgi-
dalsins 4 árum áður en nokkur
eftirlitsmaður stjórnarinnar steig
þar fæti sínum. „Þér megið
trúa því, að í þá daga var mað-
ur ekki að reyna að bjarga sál-
um. Maður hafði nóg að gera
við að bjarga lífi sinu,“ segir
hann. „Kenning okkar var ein-
föld: Elskaðu náunga þinn.
Lemdu hann ekki með exi.
Stingdu hann ekki með spjóti.
Steldu ekki kvenfólkinu hans.“
Þegar séra Ross kom til Nýju
Guineu, var hann eini róm-
verskkaþólski presturinn á ástr-
alska verndarsvæðinu. Nú eru
þar meira en 750 kaþólskir trú-
boðar, auk 934 trúboða frá mót-
mælendasöfnuðum.
Framlag Ástralíu til Nýju
Guineu hefur verið geysilegt
allt frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar, þótt hún hafi enga
utanaðkomandi fjárhagsaðstoð