Úrval - 01.09.1964, Side 70
68
ÚRVAL
þegið vegna starfs þessa. ÁriS
1946 voru þar engir skólar á
vegum stjórnarinnar. Nú eru
þar 398 barnaskólar, 20 fram-
haldsskólar og 20 iðnskólar með
samtals rúmum 46.000 nemend-
um. Nú eru tugþúsundum inn-
lendra manna kenndar betri
ræktunaraðferðir. Einnig er ver-
ið að leggja þar vegi í sífellt
rikari mæli.
VeriS er aS mynda sveitar-
stjórnir i hverri byggð, jafnóðum
og stjórnarembættismönnunum
tekst að gera hinum innlendu
skiljanleg frumatriði lýðræðis-
legs kosningakerfis. Hver sveit-
arstjórn kýs síðan innlendan
fulltrúa á löggjafarþing i höfuS-
borginni Port Moresby. Þessar
sveitarstjórnir eru nú 78 talsins
og ná til næstum helmings ibúa
verndarsvæðisins. McCarthy.
sem hefur yfirstjórn málefna
innfæddra með höndum, spáir
því, að árið 1967 muni slíkar
sveitarstjórnir ná til næstum
allra íbúanna. Svo bætir hann
við: „Eftir annan aldarfjórS-
ung mun þetta fólk verSa þess
umkomiS aS stjórna sér sjálft.
Þrátt fyrir hin frumstæSu lífs-
skilyrSi, sem það hefur búið viS,
er þaS skynsamt. ÞaS er mjög
fljótt aS læra.“
En mun Ástralía liafa þennan
aldarfjórSung til stefnu til þess
að ljúka þessu starfi? Sumar
þjóðir innan Sameinuðu Þjóð-
anna hafa heimtað sjálfsákvörS-
unarrétt til handa öllum vernd-
arsvæðum, hversu illa sem þau
eru undir slíkt búin. Indonesíu
tókst að ná yfirráðum yfir hin-
um hollenzka hluta Nýju Guineu
nýlega, þegar SameinuSu ÞjóS-
irnar og Bandaríkin létu undan
háværum kröfum Sukarno for-
seta Indónesíu. Og því er ekki
furða, að Ástralíumenn spyrji:
„Hvenær verður okkur vísað
burt?“
En Sir Robert Menzies, forsæt-
isráðherra Ástraliu, hefur gefið
eftirfarandi tilkynningu: „ViS
munum verja hæði Papua og
verndarsvæðið á Nýju Guineu,
líkt og þetta væru hlutar megin-
lands okkar. ÞaS ætti ekki að
ríkja neinn misskilningur þessu
viSvikjandi.“ Og við þessi orð
hans bætir Ellis landsstjóri á
Nýju Guineu: „Ef þetta fólk
yrði látið sigla sinn sjó, myndi
skapnzt meðal j)ess slíkt öng-
þveiti, að ástandið i Kongó væri
barnaleikur á móti því. ViS för-
um aðeins fram á sanngjarnan
frest til þess að ljúka starfinu.
Ilefur þess nokkru sinni verið
krafizt af nokkrum öðrum þjóð-
flokkum í allri veraldarsögunni,
að þeir kæmust svo langt áleiðis
með svo miklum hraða?“