Úrval - 01.09.1964, Side 71
69
Svo^a eR L\m
Vel þekktur borgari þessa bæjar,
kom eitt sinn í heimsókn, sem oft-
ar, til vinar síns. Sátu þeir saman
lengi frameftir kvöldinu og voru
lítið eitt við skál. Er hann nú
hugði til heimferðar, var komið
versta veður, rok og rigning.
— Það kemur ekki til mála,
sagði vinur hans, að þú farir gang-
andi heim í þessu veðri, auðvitað
hringi ég á bíl fyrir þig.
—• Nei, nei, nei, sagði þá hinn,
ég, sem á þetta fina hjól heima,
ég fer bara heim og sæki það.
Faxi, Keflavík.
-—★
Rafeindaverkfræðingurinn gort-
aði af því, að rafeindaheilinn hans
gæti gert hvað sem væri, og bauð
vini sínum að leggja hvers kyns
spurningar fyrir hann til þess að
prófa hann.
„Hvar er hann pabbi núna á
þesu augnabliki?" spurði vinur
hans.
Svar rafeindaheilans kom í
hvelli: „Hann pabbi þinn er á
fiskveiðum í Nova Seotia."
Vinurinn hló hæðnisliega og
sagði: „Heyrðu góði, hann pabbi
minn, Robert Brewster III., er í
San Francisco. Ég var að tala við
hann í sima alveg rétt áðan.“
Rafeindaheilinn svaraði um hæl:
„Robert Brewster III. er í Sgn
Franeisco. en pabbi þinn er á fisk-
veiðum i Nova Scotia.“
Time.
☆☆☆
Við Bertrand Russel vorum eitt
sinn að ræða um bækur og lestur.
Ég var að segja honum frá því
stórkostlega augnabliki, þegar ég
uppgötvaði dásemdir lestrarkunn-
áttunnar 8 ára gamall. Ég sagði
honum, að mér hefði bara alls
ekki dottið í hug, að bækur væru
samdar af fólki. Ég var 10 ára
gamall áður en ég gerði mér í
raun og veru grein fyrir þvi, að
mannanöfnin, sem stóðu utan á
bókunum, hlytu að vera nöfn
Þeirra, sem höfðu skrifað þær.
„Stórkostlegt!“ hrópaði Russel.
„Veixtu, að ég var orðinn 10 ára
gamall, þegar ég hitti i fyrsta
skipti manneskju, sem hafði ekki
skrifað bók? Það var garðyrkju-
maðurinn. Ég hélt fyrst, að hann
væri að gera að gamni sinu. Ég
hafði sjálfur skrifað bók, þegar
ég var 6 ára gamall. Að vísu var
hún ekki góð. Það verð ég að
viðurkenna, en það var samt bók.
Bdgar Brooke.