Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 77
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
75
tilkynningu um það, að hann
hefði fengið veitingu fyrir Borg-
arneslæknishéraði. Fór hann þá
þegar að búa sig undir brott-
förina með þvi að selja ýmis-
legt, sem hann gat eða vildi ekki
flytja með sér. Þegar útséð var
um það, að við mundum ekki fá
að njóta lians lengur, fóru ýms-
ir þess á leit við hann, að syngja
opinberlega fyrir almenning,
áður en hann færi. Hann tók
þessu vel, og var ákveðið, að
hann héldi söngskemmtunina í
kirkjunni við Skinnastað. Svava
Þórleifsdóttir á Skinnastað tók
að sér að leika undir á gamla
orgelskriflið, sem notað var við
guðsþjónustur. Héraðsmenn
kunnu að meta þetta, því að
margir bæir tæmdust gjörsam-
lega. Má segja, að allir hafi farið
,,sem vettlingi gátu valdið.“
Kirkjan fylltist, og margir stóðu
utan dyra. En kirkjan var höfð
opin og gluggar einnig, svo að
allir gátu notið söngsins. Hrifn-
ing áheyrendanna var talcmarka-
laus. — Ég fékk að fara með for-
eldrum mínum, og ég mun aldrei
gleyma þeim degi. Þetta var í
fyrsta skipti, sem ég heyrði
sungið opinberlega, og ég held,
að ég megi segja það alveg ó-
hikað, að svo hrifinn varð ég,
að ég mun búa að þessu enn í
dag, þótt nú séu 57 ár liðin, síð-
an þetta gerðist. Enn í dag -—
eftir 57 ár — raula ég oft fyrir
munni mér þrjú lögin, sem Þórð-
ur læknir söng í kirkjunni að
Skinnastað vorið 1907. Þau eru
öll eftir séra Bjarna Þorsteins-
son, prest á Siglufirði. Lögin
voru þessi: „Taktu sorg mína,
svala haf,“ „Hún amma mín,
það sagði mér“ og „Ég veit ein
systkin svo sæl og góð.“
En því miður man ég ekki,
hver hin lögin voru, sem hann
söng, enda varla von eftir meira
en hálfa öld.
Nokkruin dögum eftir þetta
stigu þau læknishjónin á gæð-
inga sina og riðu af stað áleið-
is til Borgarness.
Benjamín Sigvaldason.
Fundið hefur verið upp skordýraduft, sem nær vaxvarnar-
húðinni af skrokkum skordýra og drepur þau þannig, þegar lík-
amsvökvarnir gufa upp. Álitið er, að byggingar, sem sprautaðar
eru með þessu dufti, losni við skordýrapláguna fyrir fullt og allt.
Looking Ahead,