Úrval - 01.09.1964, Side 81
ELÍSAtíET DROTTNING OG JARLINN ...
79
endum sínum konungserfðir, en
því takmarki hafði hann misst
af í fyrsta hjónabandi sínu, er
þa<3 brást að Katrín fæddi hon-
um son.
Líflát Seymours var annað
þungt áfall fyrir Elisabetu, sem
átti fáa vini.
í tvo mánuði var Elísabet
höfð í Kastalanum, en síðan var
hún liöfð í haldi, sem stappaði
nærri fangavist, á landsetrun-
um Woodstock og Hatfield.
En svo dó María drottning,
hálfsystir Elísabetar.
Elísabet sat undir stórri eik
í Hatfield, er lienni varð færð
fregnin. Hún kraup á kné og
mælti á latínu:A Domino factum
est istud et est mirabile ocnlis
nostris (þetta er gjört af drottni,
og' er dásamlegt í vorum augum)
— tckið úr Daviðssálmum. Þar
með var lokið fangavist hennar,
og nú hófst tímabil frægðar, sem
fáum konu mhlotnazt.
Hún var 24 ára að aldri, og
að öllu leyti hin fegursta kona.
Hið fræga rauða hár hennar
var þá ósvikið — síðar bar hún
hárkollu — og fór stórkoslega
vel við hið bjarta, livíta hörund
hennar og djúpu, hvössu augu,
sem hún erfði frá móður sinni,
Önnu Boleyn. Hún var há vexti
og hafði til að bera alla þá tíg-
ulegu framkomu, sem drottn-
ingu hæfir.
Elísabet bjó sig til krýningar-
innar i sömu Kastalaibúðinni,
þar sem Anna Boleyn hafði bú-
ið sig bæði til krýningarinnar
og til dauða síns. Skammt þaðan
var Bellturninn, þar sem Elísa-
bet sjálf hafði setið í fangelsi.
Hún reið til Westminster i
skrúðgöngu, sem var sannarleg
sigurganga. Þegar María systir
hennar dó, höfðu Lundúnabú-
ar kveikt fagnaðarbál og hringt
kirkjuklukkum i fögnuði sinum
yfir þvi, að nú væri lokið hinum
róstusama og blóðuga stjórnar-
ferli hennar. Elísabetu var heils-
að sem þeirri drottningu, er
mundi færa þeim tímabil friðar
og farsældar. Er liún nú, vaxin
frá æsku sinni og laus úr einveru
og ótta, komst í valdastöðu, sem
eðli hennar krafðist, fagnaði
Elísabet, sem í mörgu líktist föð-
ur sínum, Hinrik VIII, krýningu
sinni.
Og við hlið hennar var Ró-
bert Dudley, hirðstallvörður
(Master of the Horse), Vinur
liennar.
Spurningin uin það, hverjum
Elísabet ætti að giftast, komst
nú mjög' á dagskrá. Ung og fög-
ur Englandsdrottning mátti að
sjálfsögðu með engu móti vcra
ógefin.
Á meðal biðlanna voru um
þetta leyti Filippus II. Spánar-
konungur, Jarlinn af Arran,