Úrval - 01.09.1964, Page 85
ELÍSABET DROTTNING OG JARLINN .. .
83
tækifæri til að gera heiminum
Ijóst, hve mikla hollustu hann
bar í brjósti til drottningarinnar.
Hann varð hennar fremsti lier-
maður, sem stýrði hersveitum
hennar i ófriði.
54 ára að aldri tók Leicester
við stjórn enskra hersveita, er
sendar voru til Hollands, sem
gert hafði uppreisn gegn Spáni.
Þetta var lians fyrsta verulega
herferð; og henni lauk með því,
að Leicester varð allsráðandi í
Hollandi — mikill landsstjóri.
Því næst kom ófriðurinn mikli
við sjólfan Spán. Filippus kon-
ungur afréð að leggja England
undir sig til þess, i eitt skipti
fyrir öll, að taka fyrir alla sam-
keppni frá þessari eyju, sem
dirfðist að sletta sér fram i þeg-
ar hann væri að auka og styrkja
veldi sitt.
Það spurðist til Englands, að
Filippus væri að búa út stóran
skipaflota til þess að flytja her-
lið til Englands og styðja land-
göngu þess. Hinn mikli spænski
floti var hlaupinn af stokkunum
og tók stefnuna á England.
Þjóðin var gripinn skelfingu.
Máttur Spánar var alþekktur,
en máttur Englands lítt reyndur.
Innrásin vofði yfir — mundu
Englendingar færir um að
hrinda henni?
Elísabet fól Leicester á hendur
að stjórna öllum undirbúningi
til að mæta Spánverjum og reka
þá á brott, ef þeir skyldu stíga
fæti á enska grund. Hann bauð
út her og þjálfaði hann, og gerði
allar hugsanlegar ráðstafanir
til undirbúnings hinni hörðustu
vörn.
En eins og alkunnugt er, kom
aldrei til þess, að herinn þyrfti
að berjast. „Flotinn ósigrandi"
tvístraðist og gereyðilagðist í
ofviðri á Ermarsundi, og for-
sjónin forðaði Englandi frá
hinni mestu innrás, sem yfir því
hefur vofað allt fram til vorra
daga.
En frami Leicesters var tryggð-
ur. Hann dó ekki löngu eftir ó-
sigur Spánverja, i þeirri vissu
að hafa þjónað drottningu sinni
vel — sem á æskudögum þeirra
hafði verið samfangi lians, og
sem hann á þroskaárum þeirra
hafði boðizt til að fórna lífi
sínu og örlögum.
Svör við spurningum á bls. 51.
1. treyja. — 2. háðkveðskapur. —
3. sjóndapur maður. — 4. djúpur
bassi. — 5. keipur (sbr. háseti).
— 6. kvendýr. — 7. leiðindastagl.
— 8. hár veggur, skegg, veiðihár.
— 9. karlrjúpa. — 10. hnarreistur.
— 11. óljós grunur. — 12. innyfli
(í fiski). — 13. fjara. — 14. krapa-
elgur. — 15. öldugutl. — 16. apa
eftir. — 17. urðu ásáttir um. ■—
18. snöggur vindblær kemur (af
hafi). — 19. undur. — 20. kvenhár.