Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 93
LEITIN AF UNDRALYFINU ÍNSULIN
91
heimsstyrjöldinni og verið
sæmdur heiðurskrossi fyrir hug-
rekki, settist hann að i Lundún-
um, Ontario sem starfandi skurð-
læknir í bæklunarsjúkdómum
(orthopedi). Þar beið hann eftir
sjúklingum, sem aldrei komu.
Einn mánuðlinn námu tekjur
hans 4 dollurum. Unnustu hans
leizt ekki á framtiðina með slik-
um manni, svo að þau slitu trú-
lofun sinni.
Og nú hætti þessi maður öllu
þvi litla sem hann átti i þá fyrir-
ætlun sína að lækna sykursýk-
ina. flann lagði niður læknis-
starf sitt, seldi húsgögn sín á
lækningastofunni, bækur og á-
höld, allt, sem hann gat við sig
losað. Og Banting mátti ekki við
því, að honum mistækist i ann-
að sinn.
Vitað var að briskirtiliinn —
fölgult, skæklótt liffæri i kvið-
arholinu, sem framleiðir melt-
ingarsafa — stóð í einhverju
sambandi við sjúkdóminn. Ár-
ið 1889 hafði Þjóðverjinn Óskar
Minkowski tekið briskirtilinn
úr hundi, aðallega i þvi skyni
að vita, hvort skepnan gæti lif-
að án hans. Næsta dag veitti
hann þvi athygli, að flugur sóttu
í lítinn poll af þvagi frá liund-
inum. í þvaginn var sykur;
hundurinn, sem hafði verið við
fulla heilsu daginn áður, hafði
nú fengið sykursýki.
Var þá í safa briskirtilsins
eitthvert efni, sem stjórnaði
efnaskiptum sykursins, þegar
allt var í lagi? Til þess að prófa
þessa hugmynd bundu vísinda-
mennirnir fyrir göngin, sem
fluttu meltingarsafa kirtilsins
til þarmanna. Eftir þessa aðgerð
rýrnaði briskirtill hundanna
og þornaði upp — en þeir fengu
ekki sykursýki! Hinn uppþorn-
aði kirtill, sem ekki gat lengur
komið frá sér meltingarsafanum
til innyflanna, hélt samt áfram
að framleiða mótefnið gegn syk-
ursýki.
En, ef mótefnið var ekki í
meltingarsafa kirtilsins, hvar var
það þá?
Athyglin beindist að hinum
dularfullu litlu eyjum, sem þús-
undum saman er dreift um bris-
kirtilinn og umkringdar örfinu
háræðaneti. Framleiddu þær
eitthvert óþekkt efni, ef til vill
hvata (hormón), sem stjórnaði
sykurbrunanum? Og beindu
þær þvi þá beint inn í blóðrás-
ina, en ekki inn i þarmana á-
samt meltingarsafanum? Fáein-
ir vísindamenn höfðu getið sér
þess til og lagt upp í leit að
þessu hvikula efni. En allir
höfðu þeir komið tómhentir úr
þeirri leit.
Nú var röðin komin að okknr.
„Ef til vill er því þannig far-
ið, hr. Best,“ sagði Banting —