Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
landi. Með brotin rif, sem stung-
ust inn í lungað, notaði Banting
siðustu krafta sína til að binda
um sár flugmannsins, sem var
sá eini, sem komst lifs af. Að því
búnu lagðist hann niður á furu-
greinar í snjónum og sofnaði
þar þeim svefni, sem hann átti
aldrei eftir að vakna af.
Af öllum iofsyrðum voru ef
til vill áhrifamest þau orð, sem
sögð voru fimm árum siðar á
þingi sykursýkisfræðinga i
Lundúnum: Ef Bantings hefði
ekki notið við, kynni að hafa
farið svo, að þetta þing hefði
aðeins verið samkoma vofa,
sem hörmuðu forlög sin.
XXX
Einn mánuðinn snjóaði geysilega í suðvesturhluta Kansasfylk-
is. „Compton’s Café“ fékk heilmikla auglýsingu alveg ókeypis,
vegna þess að gistihúsa- og veitingahúsanefnd Kansasfylkis rakst
skyndilega á Þá staðreynd í skýrslum sínum, að „Compton’s Café“
hafði alls ekkert veitingaleyfi. Nefndin tilkynnti því Harold Comp-
ton, að hann yrði að fara eftir fyrirmælum í þessu efni og sækja
um slikt leyfi, og enn fremur yrði sendur eftirlitsmaður á stað-
inn til þess að ganga úr skugga um, að farið yrði eftir öllum
reglum. Ég get varla beðið komu hans fyrir tilhlökkun," sagði
Compton. „Compton’s Café“ var kornúthlutunarstöð, sem hr. og
frú Compton höfðu sett á laggirnar fyrir FUGLA. AP.
Framleidd hefur verið bláberjatínsluvél, sem gerir 3 mönnum
fært að leysa af hendi starf 120 „handiðnaðarmanna" í grein-
inni. Looking Ahead.
Jack Dempsey hnefaleikari minnist gamallar konu, sem veðj-
aði aðeins á gráu, hestana. Hún var fastagestur á veðreiðaleik-
vanginum í Tijuana og veðjaði alltaf samkvæmt þessu kerfi. Þetta
var móðir hans, frú Cecilia Dempsey. Dempsey minnist þess, að
dag einn var móðir hans enn að hrópa, þegar allir aðrir voru
hættir því. „Nú, fyrir hverju ertu að hrópa?“ spurði hann. „Keppn-
inni er lokið.“
„Já, ég veit það,“ sagði hún. „En hesturinn minn er bara ekki
kominn í mark enn þá.“ Tony Betts.
Nýlega hefur verið veitt einkaleyfi fyrir aðferð til þess að
framleiða röntgenmyndir i litum.
Looking Ahead.