Úrval - 01.09.1964, Síða 100
98
ÚRVAL
ar orSsendingar, breyttu gangi
stríðsins á Kyrraliafssvæðinu.
Bandaríkjamenn vissu oft um
stærð, leið, hnattstöðu og burt-
farartíma og komutíma japönsku
flotadeildanna, og gátu þeir haft
lið sitt til taks á hinum réttu
stöðum á réttum tima, likt og
gerðist í orrustunni um Mid-
■svay.
I aprílmánuði árið 1943 var
Isoroku Yamamoto, yfirmaður
japanska flotans, að fljúga til
Kahilieyjar á Suður-Kyrrahafi.
Skyndilega komu tvær sveitir
bandarískra orrustuflugvéla á
vettvang og hófu skothrið á flug-
vél aðmírálsins. Flugvél Yama-
moto steyptist í hafið i björtu
báli, og Japan missti þannig einn
helzta leiðtoga sinn í stríði sínu
við Bandaríkin.
Á blaðamannafundi eftir stríð-
ið spurði blaðamaður nokkur
Chester W. Nimitz aðmirál, yfir-
mann handaríska Kyrrahafsflot-
ans, þessarar spurningar:
„Hvernig tókst okkur að finna
Yamamoto aðmírál og skjóta vél
hans niður?“
Nimitz aðmíráll svaraði: „Við
höfðum ráðið nýjustu japönsku
dulleturskerfin og leynistafina.
Við vissum, hvar Yamomoto að-
míráll yrði staddur á vissu lífs-
hættulegu augnabliki vissan lífs-
hættulegan dag.“ Skömmu fyrir
endalok Kyrrahafsstyrjaldarinn-
ar tók Japani að gruna, að eitt-
hvað væri að, og breyttu dul-
málskerfum sínum.
Nú hafa dulleturssérfræðingar
flókinn tæknilegan útbúnað sér
til hjálpar: útvarpssenditæki, sem
senda orðsendingar, sem þau
,,trufla“ eftir vissum reglum,
dulletursráðningarvélar og tal-
símalínur, sem flytja samtöl,
sem „trufluð" eru eftir öllum
„kúnstarinnar reglum“.
Fyrir mörgum öldum lýsti
Francis Bacon grundvallarat-
riðum dulletursfræðinnar, og
segja má, að þau séu óbreytt
enn i dag. Hann sagði meðal ann-
ars: „Leynistafur verður að vera
þannig, að auðvelt sé að skrifa
liann og lesa. Það verður að
vera ómögulegt fyrir óviðkom-
andi að’ ráða hann, og hann má
ekki vekja tortryggni." Bacon
var hér að tala um hinn full-
komna leynistaf, en slíkur staf-
ur er hara alls ekki til. Það er
ómögulegt að finna upp leyni-
staf, sem sérfræðingar geta ekki
ráðið.
Fornaldarmenn höfðu litla
þörf fyrir leyniskrift, því að
fátt fólk gat þá lesið eða skrifað.
En í biblíunni eru samt nokkur
dæmi um leyniletur. Jeremías
skrifaði til dæmis Sheshach fyrir
Babel með því að snúa hebreska
stafrófinu við, skrifa A fyrir
Z, B fyrir Y o. s. frv.