Úrval - 01.09.1964, Page 101
DULLETUR OG DULMÁLSLYKLAR
99
Júlíus Cæsar notaði einna
fyrstur raunverulega leynistafi í
leynilegum bréfaskriftum sínum.
Hann skrifaði D í stað A, E i
stað B, F í stað C o. s. frv., og
notaði þannig alltaf þriðja staf
latneska stafrófsins, sem kom
á eftir stöfum orðanna hverju
sinni, þ. e. ef hann ætlaði að
skrifa F, þá skrifaði hann I (G,
H, I), o. s. frv. Með leyniletri
Cæsars verður Frank þannig að
Iiidqn og cipher (leynistafur,)
verður flskhn. Dulleturssérfræð-
ingar kalla þetta frumkerfi enn
þá „Cæsar“. Það er notað enn
i dag, en samt með flóknum
endurbótum.
Það er mikill munur á dul-
leturskerfi og leynistöfum. Hið
fyrrnefnda er kerfi orða, stafa-
hópa eða tákna, sem valin eru af
handahófi til þess að tákna önn-
ur orð. Eitt orð eða tákn getur
haft ýmsar merkingar eða það
getur merkt heila setningu eða
málsgrein með fyrirfram ákveð-
inni merkingu. Með dulleturs-
kerfi er ekki hægt að segja annað
en það, sem orðin og orðasam-
böndin í dulmálslykilbókinni
segja.
Flestir flotar nota dulleturs-
kerfi fremur en leynistafi, því
að það eru nokkuð þröng tak-
mörk fyrir því, hvað hægt er að
skipa skipstjórnarmönnum að
gera við skip sin. Dulmálslykil-
bækur eru venjulega innbundnar
í blý, svo að loftskeytamaðurinn
geti losað sig við bókina í
skyndi, ef skipið lendir i óvina-
höndum.
í fyrri heymsstyrjöldinni sendi
austurrískur njósnari eftirfar-
andi orðsendingu: „Við búumst
við, að mamma flytji eftir páska.
Hún fór til læknis í gær, af þvi
að verkurinn i öxlinni á henni
var að versna. Hann stakk upp á
því, að hún eyddi meiri tíma í
sólskininu, og þetta verður ekk-
ert vandamál fyrir hana, af því
að nýju íbúðinni hennar fylgir
fallegur einkagarður." Þegar bú-
ið var að ráða orðsendinguna,
var merkingin þessi: „Þrir tund-
urskeytabátar af Avantiger'iS
héldu í átt til Cattaro. Stóru
beitiskipi, ítaliu, verður hleypt
af stokkunum i ágúst.“
í kerfi þessu merkti orðið
mamma „þrjá tundurskeytabáta
af Ananí/gerð“, páskar merktu
„í átt til Cattaro“, læknir merkti
sögnina að fara í ýmsum tíðum,
sólskin merkti „stóra beitiskipið
Ítalía", íbúð merkti „að hleypa
af stokkunum“ og garður merkti
„ágústmánuður
Venjulegar orðabækur hafa
verið notaðar sem dulmálslykil-
bækur fyrir einföldustu tegund
leyniskriftar. Með notkun þessa
kerfis er hægt að skrifa orðsend-
inguna í eintómum tölustöfum,