Úrval - 01.09.1964, Side 105
DULLETUR OG DULMÁLSLYKLAR
103
Annað flóknara kerfi þessar-
ar tegundar, þar sem tölustafir
eru notaðir fyrir bókstafi, er
hægt að setja upp semi nokkurs
konar skákborð. Til þess að allt
stafrófið falli inn í skákborðið
(þ. e. enska stafrófið. Þýð.),
verður að skilja einn staf eftir,
verijulega er það U eða V, og er
sami tölustafurinn þá látinn
gilda fyrir báða þessa bókstafi.
Til þess að gera þetta enn flókn-
ara, má svo nota lykilorð, t. d.
,,crypt“ (leynitákn) til þess„að
koma stafrófinu af stað“, en þá
eru þessir 5 stafir þessara orða
ekki teknir upp í röðum stafrófs-
ins, sem á eftir orðinu kemur,
sbr. myndina:
Þegar sendandinn snýr orð-
sendingunni á dulmálið, finnur
hann stað stafsins á skákborðinu
og skrifar fyrst númer lárétta
dálksins, sem bókstafurinn er
í og síðan númer Ióðrétta dálks-
ins, scm bókstafurinn er í. Þann-
ig er hver bókstafur skrifaður
með tveggja tölustafa tölu. Orð-
sendingin „Can you read this?“
verður þannig samkvæmt þessu
kerfi: 56 55 33 36 23 42 46 25
55 35 16 44 34 52.
Þessi dæmi eru aðeins hin ein-
faldari form dulletursfræðinnar,
því að leynileturslistin hefur nú
verið falin vélum. Leynistafir
nútímans grundvallast á mjög
flóknum skiptikerfum, og er í
kerfum þessum oft skipt um gildi
stafsins eftir mjög flóknum regl-
um, þannig að Z kæmi í stað
A á einum stað orðsendingarinn-
ar, en T á öðrum stað og X
þar næst. Þessum kerfum er oft
stungið i dulletursvélar, sem
vinna mjög hratt og breyta upp-
runalegu orðsendingunni í flók-
ið dulmálsskeyti eins hratt og
orðsendingin er vélrituð á letur-
borð vélarinnar.
Dulmálslestur og dulmálsgrein-
greining, sú vísindagrein, sem
fjallar um ráðningu leynilegra
orðsendinga annarra þjóða,
krefst einnig flókinna vinnuað-
ferða, sem livila á stærðfræði,
staðtölufræði og mannlegu í-
myndunarafli og snilli. Þessi
vísindagrein er grundvölluð á
þeirri staðreynd, að sérhvert
tungumál hefur sín sérkenni,
þar sem vissir stafir, stafasam-
stæður og orð koma oftar fyrir
en i öðrum málum, Hvað ensk-
una snertir, er stafurinn E þar
algengastur, en TH er sú stafa-
samstæða, sem mest er notuð,
og orðið the (ákveðni greinir-
inn) kemur þar oftar fyrir en
nokkuð annað þriggja stafa orð.
Þegar dulmálssérfræðingurinn
ætla að ráða dulmálsskeyti,
sem Z kemur oftast fyrir i, reyn-
ir hann E í stað Z til þess að
ganga úr skugga um, hvort slíkt
skýri merkinguna á einhvern