Úrval - 01.09.1964, Síða 106
104
ÚRVAL
hátt. Venjulega býr hann til
„tíðniskrá“, þar sem allir bók-
stafir tekstans eru skráðir eftir
þvi hversu oft þeir koma fyrir
í textanum. ÞjálfaSir dulmáls-
fræðingar geta ráSiS leynilegar
orSsending'ar, þótt þær séu skrif-
aðar á mjög flókinn hátt.
DulmálsfræSingar nútímans
stySjast venjulega viS rafeinda-
heila til þess aS útbúa þúsundir
skrásetninga og lista, sem nauS-
synlegt er aS hafa viS höndina,
eigi aS takast aS leysa dulmál.
Þessir „heilar“ eru aSeins
nokkra tíma að ljúka starfi, sem
áður tók vikur eða mánuði.
Sú stofnun Bandaríkjanna,
sem fæst við gerð og ráðningu
dulmáls, vinnur á mjög Aæl vörð-
um stað í Fort Meade í Maryland-
fylki. SvæSi þetta nær yfir 950
ekrur, og byggingarnar og út-
búnaður allur kostaSi 35 millj-
ónir dollara. Þar vinna 15.000
starfsmenn, sem hafa veriS vald-
ir til þessara starfa af ýtrustu
varkárni. Stofnunin gengur und-
ir nafninu Öryggisstofnun ÞjóS-
arinnar og leynist undir því
heiti. Stofnunin er jafnvel hvergi
skráS á fjárlögunum, þótt kostn-
aSur hennar nemi 120 milljónum
dollara á ári.
Já, annars, liafið þiS ráSið
undirfyrirsögn greinarinnar enn
þá? Hún er skrifuð samkvæmt
skiptikerfi og notar lykilorSið
Frank, sem er stafað aftur á
bak, og síðan er öllu stafrófinu
snúið við og stöfunum í orðinu
Frank er sleppt úr öfuga staf-
rófinu: ABCDEFGHIJK
LMNOPQRSTUVWXYZ
Þessu venjulega (enska. ÞýS.)
stafrófi er snúiS við, en fyrst
er lylcilorSið Frank skrifað aft-
ur á bak: KNARFZYXW
VUTSQPOMLJIHGED
C B. Stöfum lykilsorðsins hefur
veriS sleppt i sjálfu öfuga staf-
rófinu.
Þegar búið er að snúa orð-
sendingunni á þetta leyniletur,
er allri rununni skipt í fjögurra
stafa orð, og er það gert til þess
að gera ráðninguna flóknari,
því að þessi skipting sker í
sundur hin raunverulegu orð,
þannig að endi eins raunveru-
legs orðs er kannske aS finna
i byrjun næsta leyniorðs. Undir-
fyrirsögnin „Xpei pelw ifjf alfi
sfjj kyfj“ verður því eftir ráðn-
ingnna að „Howt owri tese cret
mess ages.“ Eftir að þessi fjög-
urra stafa orð hafa verið bútuS
sundur eftir þörfum, myndast
hin raunverulega þýðing undir-
fyrirsagnarinnar, og breytist
hún þá í: „How to write secret
messages.“ (Hvernig skrifa á
leynilegar orðsendingar).