Úrval - 01.09.1964, Page 107
ITT SINN er ég var
lítill drengur, varð
ég vitni að atburði,
sem lá við, að end-
aði með slysi. Ég
var staddur niðri á baðströnd-
inni. Kona nokkur, sem var að
vaða undan ströndinni, steig
skyndilega út af sandbakka, en
þar fyrir utan var mikið dýpi
og nokkur straumur. Að minnsta
kosti 20 manns horfði á hreyf-
ingartaust, augsýnilega sem lam-
að. Þetta fólk var allt í baðfötum.
Skyndilega spratt ungur maður
á fætur, steypti sér í sjóinn í
öllum fötunum og tókst að draga
konuna til lands.
Þegar ég lýsti atburði þessum
síðar fyrir foreldrum mínum,
vissi ég vart, hvort hafði yfir-
höndina í huga mér, aðdáun mín
á unga manninpm eða fyrirlitn-
ingin á þeim, sem höfðust ekk-
ert að. „Hún var að drukkna,“
hrópaði ég upp yfir mig, „og
fólkinu var alveg sama.“
Faðir minn leit hugsandi á
mig og mælti: „Oft virðist svo
sem heimurinn skiptist í tvennt,
heim þeirra, sem lætur sér ekki
á sama standa, og svo hinna,
sem láta sig litlu skipta, hvernig
allt veltist. En dæmdu ekki of
hart. Það útheimtir hugrekki að
láta sig miklu skipta, hvernig
fer.“
Ég hef alltaf minnzt þessara
II ég að
gæta
bróður
míns
Lífið krefst meira en hálf-
velgju af okkur. Það er
hættuleg tilhneiging að láta
sér í æ ríkr.ra mæli á sama
standa um flesta hluti milli
himins og jarðar. Lifandi,
virk viðhorf og afstaða til
mcðbræðra, umhverfis og
lífsins yfirleitt færir mönn-
um sannkölluð siguriaun.
Eftir Arthur Gordon.
I
orða hans, vegna þess að þau
hafa svo mikinn sannleika að
geyma. Já, það útheimtir hug-
rekki, að láta sig skipta það
einhverju, hvernig fer, að opna
hjarta sitt og auðsýna samúð
eða hluttekningu, hneylcslun eða
áliuga, þegar það er oft svo
miklu auðveldara og stundum
öruggara að blánda sér ekki í
málið. En fólk það, sem hættir
10 j
— Guideposts