Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 114
112
URVAL
ar um of niður hjá börnum okk-
ar, kann svo að fara, að liæfi-
leikinn til þess að láta sig hlut-
ina einhverju máli skipta, dofni
eða eyðileggist.
Um sólarlag sátum við saman
kvöld eitt, dóttir min litla og
ég, og horfðum á aðfallið færast
nær og nær. Það ríkti alls staðan
ró og friður þetta kvöld. Allt
var friðsælt og litirnir sem gagn-
sæir og lýsandi. .Bylgjurnar
sendu grannar breiður af bráðnu
gulli upp eftir þurrum sandin-
um, og þær komu nær og nær.
Að lokum umvafði bylgja rætur
sandhólsins, sem við sátum á.
Hreyfing hennar liktist atlotum.
Og dóttir mín sagði dreymandi
röddu: „Er ekki dásamlegt, hvað
sjónum þykir vænt um landið?“
Og hin óskeikula eðlisávísun
bernskunnar reyndist rétt:
hreyfing bylgjunnar virtist gefa
til kynna, að henni þætti vænt
um landið, að landið skipti hana
einhverju. Landið var óvirkt,
og því beið það. En sjónum
þótti vænt um það, lét sig' landið
einhverju skipta, og' því kom
hann. Lexían var fólgin i þessari
fögru táknmynd: viljanum til
þess að framkvæma, að nálgast,
að tengjast og finna fullnægingu
í þeim tengslum.
Við, sem þekktum Richard E’. Byrd aðmírál, kunnum að meta
hina snjöllu kimnigáfu hans. fíg var einn af aðstoðarmönnum
hans, er hann heimsótti bæinn Wellington á Nýja Sjálandi á leið
sinni til Suðurheimsskautsvæðisins. Það var árið 1955. Eg svaraði
öllum símahringingum til hans. Kona nokkur, sem hringdi í hann,
sagðist hafa hitt aðmírálinn árið 1928, Þegar Byrd kom við í
Dunedin í fyrsta Suðurheimsskautsleiðangri sínum á leið til Litlu
Ameríku. l2g lofaði að skýra honum frá nafni hennar og síma-
númeri. Þegar hann tók við skilaboðunum, varð hann hugsi og
reyndi að muna nafn hennar. Síðan sagði hann með kimniglampa
I augum: „Ég get hvorki minnzt konunnar né nafns hennar, en
hafi ég Þekkt hana árið 1928, er hún vissulega of gömul fyrir
■mig núna.“ M.A. Weiner.
Nú hafa verið framleidd 9 feta há tjöld, sem vega Þó innan
við EITT pund. Loking Ahead.