Úrval - 01.09.1964, Page 116
114
um þar eð hinn aukalegi 365.
dagur (52 vikur jafngilda auð-
vitað aðeins 364 dögum) ruglar
öllu tímatalinu.
Hellisbúarnir mældu rás tím-
ans með því að höggva í tré með
steinöxum sínum á hverjum degi.
Árin voru mæld með þvi að
fylgjast með endurtekningu árs-
tiðanna. Amerísku Indíánarnir
ákváðu aldur manna eftir því,
hversu marea vetur þeir höfðu
lifað.
Ef til vill hafa stjörnufræðing-
ar Hammurabis konungs í hinni
fornu Babylon fyrstir orðið til
þess að skrá timatal á pappír.
Þeir reyndu að reikna út afstöðu
jarðar til sólar, stjarna og tungls,
svo að konungurinn gæti sagt
þjóð sinni, hvenær hentugast
væri að sá í akrana. Og Baby-
loníumenn skírðu vikudaga sína
nöfnum hinna ýmsu hnatta, sól-
ar, mána, Mars, Júpíters, Venus-
ar og Saturnusar.
Forn-Egyptar reiknuðu einnig
út daga, mánuði og árstiðir, en
þó ekki nákvæmlega. Nú vitum
við, að tunglið fer umhverfis
jörðina á 29 dögum, 12 klukku-
tímum, 44 mínútum og 2% sek-
úndum, og er það hinn nákvæm-
lega rétti tunglmánuður.
Jörðin fer umhverfis sólu á 365
dögum, 5 klukkutímum, 48 mín-
útum og 46 sekúndum, og' er
ÚRVAL
þoð hið nákvæmlega rétta sól-
arár.
Það munaði nokkrum dögum
hjá stjörnufræðingum Babylon-
íumanna og Forn-Egypta, að
þeir gætu fengið dæmið til að
ganga upp og fá þannig ná-
kvæmlega rétt tímatal.
Að nokkrum árum liðnum
munaði 30—40 dögum, að árs-
tíðir þeirra reyndust rétt út
reiknaðar, svo að þeir bættu
þá við aukamánuði. Rómverjar
reyndu að skipta tímatali sínu
i 12 mánuði, og grundvallaðist
sú skipting á gangi tunglsins.
En þvi miður reyndist þetta
ekki fullnægjandi, þvi að 12
tunglmánuðir eru um 11 dögum
styttri eitt sólarár. Og til þess
að jafna þetta, bættu Rómverj-
ar lika við aukamánuði.
Þegar kom að ríkisstjórnarár-
um Júlíusar Cæsars, var tímatal-
ið orðið svo hringavitlaust, að
hann fyrirskipaði, að taka
skyldi upp algerlega nýtt kerfi,
og er það fyrirrennari núverandi
tímatals okar. Samkvæmt ráði
Sosigenesar stjörnufræðings tók
Cæsar upp tímatal, sem telur
árið hafa 365% daga, og var
samkvæmt því ákveðið, að 4.
hvert ár skyldi hafa 366 daga
til þess að vinna upp þessa dags-
fjórðunga. En sójarárið er 11
minútum og fjórtán sekúndum
styttra er útreikningar Cæsars