Úrval - 01.09.1964, Síða 117
ER TÍMATAL OKKAR ORÐIÐ ÚRELT?
115
kveður á um, og olli þetta vand-
ræðum síðar. Fyrsta ár júlíanska
tímatalsins var árið 45 fyrir
Krists burð. Ábóti nokkur á 6.
öld, Dionysius Exiguus að nafni,
stakk upp á því að miða fyrsta
ár tímatalsins við fæðingu Krists,
og gerði Karlamagnús keisari
það árið 800.
En hvers vegna bætti Cæsar
hlaupársdeginum endilega við
febrúarmánuð? Rómverska árið
hófst þ. 1. marz (Við getum,
enn séð þetta á nöfnum nokk-
urra mánaða okkar, t. d. sept-
ember, sem þýðir 7. mánuður á
latínu, október, 8. mánuður, nóv-
ember, 9. mánuður, og desember,
sem þýðir 10. mánuður). Febrúar
var þannig síðasti mánuðurinn,
og Cæsar bætti því hlaupársdeg-
inum við þennan siðasta dag
rómverska ársins.
Nöfn mánaða okkar má rekja
til júlíanska tímatalsins. Fimm
mánuðirnir bera nöfn heiðinna
guða: þ. e. nöfn Janusar, Marz
Afrodíte, Maiu og Juno. Nafn
febrúar er dregið af helgunar-
athöfn úr heiðnum sið. Eitt sinn
báru júlí og águst tölustafanöfn,
en núverandi nöfn voru þeim
gefin til heiðurs þeim Júlíusi
Cæsar og Ágústusi keisurum
Rómaveldis.
Á fyrsta tímabili kristnu kirkj-
unnar olli það vandkvæðum,
hvernig ákveða skyldi komu
páskanna. Föst dagsetning pásk-
anna hefur aldrei verið almennt
viðurkennd vegna sögulegra
tengsla hátíðarinnar við páska-
hátíð Gyðinga (Passover), sem
haldin er til minningar um frels-
un Hebrea undan oki Egypta.
Deila reis þvi fljótt upp milli
Gyðinga og hinna kristnu. Gyð-
ingar álitu tengsli páslcanna við
hina fornu hátið sina hafa úr-
slitaþýðingu, en aftur á móti
álitu þeir það engu máli skipta,
hver vikudagur páskadagsins
væri. En hinir kristnu kröfðust
þess, að upprisan skyldi haldin
hátíðleg á sunnudegi og kross-
festingarinnar minnzt föstudag-
inn næsía á undan.
Ráðstefna í Nicaeu, sem köll-
uð var saman af Konstantínusi
keisara árið 325, úrskurðaði, að
páskadagurinn skyldi vera á
sunnudegi. Og dagsetning var á-
kveðin. Skyldi hann vera fyrsta
sunnudag eftir fyrsta fulla tungl-
ið eftir 21. marz. Því eru pásk-
arnir ætið einhvern tíma á tíma-
bilinu 22. marz. til 25. apríl.
Árið 1582 var tímaskelckjan
orðin um 10 dagar vegna 11
mínútnanna og 14 sekúndnanna,
sem stjörnufræðingur Cæsars
hafði ekki gert ráð fyrir í út-
reikningum sínum. Gregoríus
páfi mikli gerði endurbót á
tímatalinu með því að fella þessa
10 daga úr. 5. októher árið 1582