Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 122
iSOOOOj
LESTUM þykir okk-
ur vænt um börn,
en þó ekki unga
manninum, sem
kom sárgramur inn
i lækningastofuna og krafðist
blóðprófs. Barnsmóðirin var ó-
gift og hann réðist heiftarlega
á siðferði hennar. Hann fullyrti
að það væru að minnsta kosti
hálf tylft ungra pilta, sem miklu
meiri líkur væru til að ættu
barnið heldur en hann. Hvers
vegna ætti þá að klína meðgjöf-
inni á hann? Það væri blindur
maður, sem ekki gæti séð, að
barnið væri gersamlega ólikt
honum.
Stundum er það kvæntur mað-
ur, sem krefst skilnaðar. Hann
hefur grun um hjúskaparbrot,
og heldur því fram, að hann
eigi ekki síðasta barnið. Siíkt
er aldrei heppilegt andrúmsloft
fyrir nýfædda barnið, og ]>að
er öllum hlutaðeigendum fyrir
heztu, ef hægt er< að eyða þess-
um grun. Kæmi sannleikurinn
ekki i Ijós, ætti þá barn þetta að
lifa lífi sínu sem þrætuepli?
Vér skulum gera oss ljóst
hvernig sakir standa. Enginn
getur sannað að ákveðinn maður
sé faðir ákveðins barns. Læknar
g'eta stundum, og stundum ekki,
sannað að hann geti ekki verið
faðir þessa barns.
I
DEiLT
UM
FAÐERNI
Sérstök blóðprófun getur
sp.nnað, ?.ð viss maður sé
ckki faðir barnsins eoa að
hp.nn gæti verið faðir þess,
en hún sannar aldrei, að
ha.nn sé skilyrðislaust faðir
þess og enginn annar komi
til greina.
Eftir dr. Tavistock.
BLÓÐFLOKKAR
Fyrr á timum voru gerðar
tilraunir til að skera úr um fað-
erni með vissum líkingaratrið-
um á milli barnsins og hins til-
greinda föður, svo sem rauðum
háralit, bláum augnalit, hvössu
eða liðuðu nefi, vöntun eyrna-
snepla og' jafnvel lófalínum. En
ekkert þessara atriða hafa reynzt
hafa neitt sönnunargildi. Eini
erfðaeiginleikinn, sem talizt get-
ur vísindaleg sönnun, er blóð-
flokkurinn. Blóðflokkur venju-
legs heilbrigðs manns er ávallt
120
— Family Doctor —