Úrval - 01.09.1964, Side 123
DEILT UM FAÐERNI
121
hinn sami frá vöggu til grafar
og breytist aldrei. Yér skulum
taka einfaldasta dæmið. Ef
barnið er af B-flokki en móðirin
af A-flokki, hlýtur B-flokkur
barnsins að stafa frá föðurnum.
Reynist hinn tilgreindi og móðg-
aði maður af A- eða O-flokki,
getur hann ekki verið faðirinn
og er þá laus allra mála. En sé
bann af B-flokki, er samt auð-
vitað ekki hægt að fullyrða
meira en hann gæti verið faðir-
inn. En það gœti sérhver ann-
ar maður af B-flokki einnig
verið.
Fyrsti erfiðleikinn í slíku
máli er sá, að fá verður sam-
þykki móðurinnar til að láta
taka blóðsýnishorn bæði frá sér
og barninu. Enginn getur neytt
hana til þess. Annar erfiðleik-
inn er sá, sem fyrr er nefndur,
að engin vísindaleg sönnun er
til fyrir því, að ákveðinn mað-
ur sé faðirinn, það er aðeins
liægt að segja, að liann geti verið
eða geti ekki verið það. Og á
því stigi, sem þekking vor nú
stendur, eru aðeins 60% líkur
fyrir því að hægt sé að gefa
manninum hreinan úrskurð.
Nákvæmnin fer þó sívaxandi,
sökum þess að blóðflokkarnir
eru orðnir fleiri en þessir þrír:
A, B og O, sem hægt er að prófa.
Alkunnur er nú hinn svonefndi
Rhesusþáttur Rh). Rhesusnei-
kvæðir foreldrar geta aldrei
eignast rhesusjákvætt barn. Aðr-
ir rannsóknarþættir eru: MN, P,
Lewis, Lutheran, Kell og Duffy.
Enginn þessara þátta veitir ör-
ugga sönnun út af fyrir sig. En
hver þeirra um sig getur veitt
mikilvægan vitnisburð til viðbót-
ar, þegar hin venjulega blóð-
flokkarannsókn nægir ekki.
Þrátt fyrir þetta gefa hinir
gömlu, góðu A, B, O-flokkar
heilmiklar upplýsingar, einkum
þar sem A flokkurinn er orðinn
tvíþættur, A, og A2. .Blóðflokk-
unum ræður aðeins ein sam-
stæða af genum, sem í er sitt gen-
ið frá hvoru foreldranna. í
hverri kynfrumu er aðeins eitt
gen, en þegar kynfrumurnar
sameinast og mynda fóstrið
verða genin tvö i hverri líkams-
frumu, sitt frá hvoru foreldr-
ana og mynda þar samstæðu.
Þessi tvö gen geta verið sams
konar og' nefnast frá samkynja
(homozygons) eða sitt af hverj-
um flokki og nefnast ])á ósam-
kynja (heterozygons). í rauninní
eru því til 10 tegundir slíkra
gensamstæðna, sem um getur
verið að ræða í hverjum ein-
stakling: Ai/Ai; A2/Ao; B/B;
O/O; Ai/A2; A,/B; A,/0; Ao/B;
A2/0; og B/O.
O-flokkurinn er „hlédrægur“
(recessive), svo að A/O-flokkur
verður sama og A-flokkur, o. s.