Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 127
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI
125
C. YAMAMOTO að-
míráll fór á fætur
klukkan 430, laugar-
daginn 1. september
árið 1923, líkt og
hans var vani. Hann átti erfið-
an dag fyrir höndum, því að
Hirohito krónprins Japan hafði
beðið liann um að mynda nýja
ríkisstjórn. Forsætisráðherrann
var nýlátinn, og ríkisstjórn hans
hafði sagt af sér, líkt og stjórn-
skipunin gerði ráð fyrir, og því
var þjóðin án nokkurrar ríkis-
stjórnar þennan morgun.
Að vísu var hinn 71 árs gamli
aðmiráll þungt hugsi vegna þessa
vandamáls, en hann breytti þó
ekkert út af venju þennan morg-
un, heldur hélt fast við venjur
þær, sem hann hafði tamið sér
i sjóliðsforingjaskólanum forð-
um daga. Fyrst gerði hann leik-
fimiæfingar, síðan baðaði hann
sig og klæddi og hreinsaði vand-
lega til í herbergi sínu, en slikt
eftirlét liann hvorki eiginkonu
né þjónustufólki. Hann fékk
sér morgunverð á slaginu kl. 6,
síðan setti hann viðhafnarbún-
ing sinn ofan í ferðatösku, háan
hatt, röndóttar buxur og lafa-
frakka, en þeim búningi ætlaði
hann að klæðast, þegar hann
gengi á fund krónprinsins.
Síðan ók bílstjórinn hans hori-
um til Sjóliðsforingjaklúbbsins
í miðhluta Tokyoborgar, en þar
Tveim mínútum fyrir hádegi
laugardaginn 1. september árið
1923 tók Kantosléttan, þéttbýl-
asta svæði Japanseyja, að titra
og hristast á ógnvænlegan hátt.
Og þar með hófst jarðskjálftinn
mikli í Japan árið 1923, en í
honum lögðust stór svæði af
Yokohama og Tokyo í rúst.
Engar náttúruhamfarir hafa
valdið jafnmiklu tjóni á eignum
og lífi frá því er sögur hófust.
í kjölfar jarðskjálftanna fylgdu
skriður, flóðbylgjur og hroðaleg-
ir eldsvoðar.
t öllum þessum ofboðsiegu
hamförnm fórust fleiri menn en
við loftárásirnar á Iliroshima,
og þá brunnu stærri svæði í
Tokyo en i öllum loftárásum
síðari heimsstyrjaldarinnar sam-
anlögðum, þegar íkveikjusprengj-
um var varpað yfir höfuðborg-
ina á kerfisbundinn hátt.
biðu hans þegar blaðamenn.
Yamamoto flýtti sér gegnum
hópinn og tók síðan til óspilltra
málanna við að mynda nýja
ríkisstjórn.
Hann vann baki brotnu allan
morguninn. Aðmírállinn sat við
skrifborð ásamt forseta hæsta-
réttar, Kiichiro Hiranuma, sem
var mjög tregur til þess að taka