Úrval - 01.09.1964, Síða 128
126
ÚRVAL
sæti í stjórninni, þegar þaö
heyrðust skyndilega miklar
drunur í fjarska, gólfið titraði
og ljósakrónurnar byrjuðu að
sveiflast til og frá.
Síðan skalf öll byggingin og
nötraði, múrlnið féll af lofti og
veggjum, reykháfur brotnaði í
mél og hrapaði niður á gólfið,
svo að lierbergið fylltist af ryki
og sóti. Svo liðu þessi ósköp
hjá. í Japan eru skráðir um
15.000 jarðskjálftakippir árlega.
Þeir eru auðvitað mjög mismun-
andi sterkir. Yamamoto var því
vanur slíkum fyrirbrigðum líkt
og aðrir Japanir. Hann burstaði
rykið af fötunum sínum og gekk
rólegur á undan Hiranuma út
í garð klúbbsins. Hann hafði
jafnvel stjórn á óbolinmæði
sinni gagnvart blaðamönnum og
gleymdi ekki sinni venjulegu
kurheisi, heldur sag'ði alvarlegum
rómi við þá:
„Jæja, biS munuð hafa nóg
að skrifa um í dag.“
Nú liristi annar ofboðslegur
kippur jörðina undir fótum
þeirra, líkt og til þess að veita
orðum hans aukna áherzlu.
Vatnið gusaðist upp úr sund-
lauginni í garðinum, og innan
úr byggingunni harst geysilegur
hávaði, er lampar, leirtau og' rúð-
ur mölbrotnuðu.
Yamamoto hafði fyrst og
fremst áhyggjur af öryggi kró”-
prinsins, og hann ákvað þvi að
halda tafarlaust á fund hans til
þess að ganga úr skugga um,
að hann væri heill á húfi. Það
var óhugsandi að ganga á fund
Hirohito nema i hinum viðeig-
andi búningi, hvort sem um
jarðskjálfta var að ræða eða
ekki. Þvi fór hann aftur inn i
húsið og ruddi sér braut eftir
göngum, sem fullir voru af alls
konar drasli. Og að lokum fann
hann töskuna sína. Hann hafði
fataskipti í hvelli, kom siðan
út aftur búinn viðhafnarbún-
ingi sínum og hélt til bifreiðar
sinnar, sem var til allrar ham-
ingju alveg óskemmd.
„Akið til hallarinnar,“ skipaði
hann bifreiðastjóranum, sem
beið hans í bifreiðinni.
Þessi jarðskjálfti var sé versti,
sem Tokyobúar minntust, en
samt hafði orðið tiltölulega lítil
eyðilegging og manntjón enn þá.
í mörgum byggingum í miðborg-
inni gat að líta risastórar sprung-
ur, sumar breiðar og líkt og X
i laginu, en engin stórbygging
hafði eyðilagzt ennþá, nema 12
hæða turninn, hæsta bygging
Tokyo, en turn sá dró jafnan
til sín fjölda skemmtiferða-
manna. Hann hafði brotnað í
sundur í miðju. Annars staðar
í borginni höfðu 5000 hús hrunið
og um 1000 manns látið lífið.
Þetta var ekki geysilegt mann-