Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 129
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI
127
tjón í borg, sem taldi þá 3 millj-
ónir ibúa. Flest fólk hafði gætt
þess að þjóta tafarlaust út á
götu, er kippirnir byrjuöu, og
i'lest meiSsli og dauSsföIl voru
af völdum brotinna þakskífa,
sem hröpuSu ofan á göturnar.
En hinir forsjálu IiöfSu sloppið
undan þeirri hættu með því að
halda stólum yfir höfði sér til
varnar.
Er Yamamoto aðmíráll þaut
í bifreið sinni í áttina til hallar-
innar, kom það í Ijós, að furðu-
lítið var um farartálman'ir á
götunum. AS fráskildum múr-
steinsbrotum, brotnum þakskif-
um og mannfjöldanum á gang-
stéttunum, var fátt, sem benti
til þess, að nokkuð alvarlegt
væri á seyði. En aðmirállinn var
vanur öllu því, er að yfirstjórn
laut, og hann var hræddur um
að gasleiðslur og vatnsleiðslur
hefðu sprungið viðs vegar í
hinni geysistóru, þéttbýlu borg,
og talsíma-, ritsíma- og raf-
magnslinur hefðu slitnað, enda
reyndist sá grunur hans á rök-
um byggður.
Þar að auki höfðu þessir lcipp-
ir komið á sérstaklega slæmum
tíma sólarhringsins. Er þeir
óku gegnum Ginza, aðalverzlun-
arhverfi borgarinnar, og inn í
þröngu, krókóttu öngstrætin,
sem einkenna mestan hluta To-
kyo utan Ginzahverfisins, tók
Yamamoto eftir klukku í búðar-
glugga. Jarðskjálftakippurinn
fyrsti hafði stöðvað liana, og
vísarnir tveir stóðu beint upp
eins og ógnvænlegir skærisodd-
ar og sýndu, að klukkan hafði
stanzað tveim mínútum fyrir
hádegi. Þetta merkti, að logað
hafði á ótal koksofnum víðs
vegar um borgina á þvi augna-
bliki, er húsmæður voru önnum
kafnar við að elda hádegismat-
inn. Það fór hrollur um aðmír-
álinn, er hann sá nokkrar reykj-
arsúlur teygja sig upp fyrir hús-
þökin.
Ótti hans reyndist heldur ekki
ástæðulaus, þvi að jarðskjálfti
þessi, sem hlaut seinna nafnið
Kantojarðskjálftinn mikli, átti
brátt eftir að breytast í verstu
náttúruhamfarir i sögu mann-
kynsins.
ÆÐI JARÐAR OG SJÁVAR
Jarðskjálftinn var ekki bund-
inn við Tokyo eina. Hinn geysi-
legi kippur hafði skekið alla
Kantosléttuna, þéttbýlasta hluta
landsins, og er hún 100 milur.
Á henni standaTokyo, Yokohama
og tylftir borga og þorpa á aust-
urströndinni.
Siðar kom það fram, að jarð-
skjálftinn átti upptök sín um
57 mílum fyrir sunnan Tokyo,
þ.e.a.s. á botni Sagamiflóa. Er
jarðskjálftabylgjurnar skullu á