Úrval - 01.09.1964, Page 130
128
UKVAI.
ströndinni, var sem kveikt væri
í sprengiefni undir fótum
manna. Kartöflurnar þutu upp
úr jörðinni, líkt og þeim væri
skotið úr fallbyssum. Bændur,
sem voru á gangi á ökrum sínum,
sukku upp að hné í gljúpan jarð-
veginn. Það var sem reykháfar
spryttu upp úr jörðinni, er
brunnveggir þutu skyndilega
upp í allt að 10 feta hæð. Eyjan
Jogashima varð skyndilega hluti
meginlandsins, þegar sjávar-
botninn á milli eyjar og lands
spratt skyndilega upp úr sjón-
um.
Áhrif jarðskjálftans á baðstaði
og fiskiþorp voru hroðaleg. 90
% af húsum í þorpunum Soga
og Shimosoga hrundu tafarlaust.
Helmingur af þeim 500 húsum,
sem voru í Odowara, hrundi
strax í rúst, og innan klukku-
stundar hafði kviknað i þeim,
sem eftir stóðu. Að kvöldi hafði
borgin þúrrkazt út.
Kippurinn náði til Nebukawa,
í þann mund er lest, hlaðin
skemmtiferðafólki, kom inn á
járnbrautarstöðina, en stöðin
stóð utan í brattri hlíð, 150 fet-
uin fyrir ofan yfirborð sjávar-
ins i flóanum fyrir neðan. Kipp-
urinn losaði um jarðveginn i
brekkunni fyrir ofan stöðina, og'
með hroðalegum hávaða hröp-
uðu þúsundir tonna af mold,
björgum og trjám niður i sjó
og tóku með sér lestina, stöðina
og allt kvikt, sem þar var statt.
Síðar sama dag hlaut bærinn
Nebukawa sömu örlög. Að baki
þorpsins steyptust milljónir
rúmmetra af mold og ldettum
650 feta leið niður i hina þröngu
gjá, sem Nebukawaáin rennur
eftir. Þar myndaðist risastór
leðjujökull, og hann seig áfram í
áttina til ármynnisins, sópaði
hann mestum hluta þorpsins
með sér út í flóann.
í bænum Iíamakura, sem er
frægur fyrir risabronsstyttu sina
af guðinum Budda, eyddi kipp-
urinn einn 85% liúsa, þ. e. 2500
heimilum. Siðan mætti bæjarbú-
um ný ógn, áður en þeir höfðu
jafnað sig eftir hina fyrri. Ung-
ur maður, Ian Mutsu að nafni,
sonur fyrrverandi stjórnmála-
manns, afi þessa unga manns
hafði verið frægur utanríkisráð-
herra, gerði sér fyrstur manna
grein fyrir þessari ógnun, er
hann þaut niður á ströndina i
leit að móður sinni. Sér til mik-
illar furðu tók Ian eftir því,
að nú átti sér stað geysilegt út-
fall í flóanum með ofboðslegum
hraða. Klettar, er aldrei höfðu
sézt fyrr, komu nú í ljós. Það
fór hrollur um lan, er hann
minntist sagna af tsunumi, flóð-
bylgjum, sem oft fylgja jarð-
skjálftakippum, en bylgjur þess-