Úrval - 01.09.1964, Page 131
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI
129
ar gcta ná'ð allt aS 650 mílna
hraða á klukkustund.
Hann starði fullur undrunar,
er honum virtist sem þéttur
vatnsveggur nálgaðist með geysi-
iiraða. Hann tók tii fótanna, fyrst
upp brekkuna fyrir ofan strönd-
ina, síðan upp í bratta brekku
þar fyrir ofan. Hann hljóp yfir
þjóðveg og veifaði tryllingslega
til bílstjóra, sem hafði stanzað
þar af einhverjum ástæðum.
Tan hélt áfram að hlaupa,
þangað til hann var kominn í
50 feta hæð yfir sjávarmál. Þá
fyrst leit hann aftur fyrir sig.
Flóðbylgjan hafði náð til strand-
arinnar. Hún var þrjár mann-
hæðiri á hæð og' skall á strönd-
inni sem heinn veggur, en brotn-
aði alls ekki. Hún þaut upp eft-
ir brekkunni i áttina til vegar-
ins og tók með sér bílinn, sem
lan var nýhlaupinn fram hjá.
í þeim hlutum Kamakura, sem
lægst stóðu, æddi sjórinn með-
fram húsunum í næstum þak-
hæð og' tók með sér veg'gi, jafn-
vel heilar byggingar. 200 manns,
sem innilokuðust í húsunum,
drukknuðu í flóðinu.
Jafnvel enn stærri bylgjur
gengu á land annarsstaðar. í
Atami varð 36 feta há flóðalda
160 manns að bana. í Ito skolaði
flóðbylgjan 100 tonna fiskibát-
um fjórðung úr mílu inn i land-
ið. Og um 300 hús, er stóðu viðs-
vegar á ströndinni, soguðust út
í sjó af hinu ótrúlega útsogi.
Þetta hroðalega flóð flutti með
sér eyðileggingu og dauða, en
á sumum svæðum varð það til
þess að bjarga mannslifum, er
það slökkti elda, sem loguðu.
Það er furðulegt, að enn hroða-
legri atburðir áttu eftir að ger-
ast norðar, þar sem engar flóð-
bylgjur gengu á land og kipp-
irnir voru ininni.
DAUÐI YOKOHAMABORGAR
Nokkrum sekúndum eftir að
kippirnir fluttu með sér eyði-
leggingu og dauða á ströndinni
við Sagamiflóa, náðu þeir til
Yokohama, aðalhafnarborgar
Japan, en hún taldi þá hálfa
milljón íbúa. Borgin hrundi öll