Úrval - 01.09.1964, Side 133
TVEIAI MÍNÚTUM FYEIR llÁDEGl
131
þeir náðu til hennar, kviknaði
i rústunum.
Ungfrú Cuyper kallaði þá til
þeirra: „Minn himneski faðir er
að kalla mig til sin. Farið núna.
Eldurinn er skammt undan.“
Kennararnir skeyttu því engu.
En þar kom, að það kviknaði
í klæðum þeirra og þeir neydd-
ust til þess að flýja út í garð
þar nálægt. Þeri heyrðu, að ung-
frú Cuyper hrópaði upp yfir
sig: „Verið þið öll sæl!“ Og sið-
an tók hún til að syngja sálm.
Nokkrir Evrópubúar, sem
bjuggu á Grand Hotel, voru
heppnari. Húsið hrundi til
grunna, en mjög hægt, þannig
að flestum tókst að sleppa lífs
af. Furðulegust var undankoma
frú Charles Henry Chichester-
Smith. Hún var næstum 6 fet
á hæð, þekkt fyrir tignarlega
framkomu. Er kippurinn kom,
var hún i baði á þriðju hæð.
.Baðkcrið hékk fast á rörunum
og seig hægt niður á götuna,
og er það lenti á götunni, sat
frú Chichester-Smith enn í því.
Þar að auki var mestur hluti
baðvatnsins enn í kerinu.
Þeir, sem undan komust,
reyndu að sleppa undan eldun-
um með þrennu móti. Margir
hröðuðu sér að hinum fjölmörgu
síkjum Yokohama. Þeir gerðu
sér ekki grein fyrir því, að jarð-
skjálftinn hafði gert það að verk-
um, að vatnsyfirborð flóans
hafði lækkað mikið, og þvi hafði
mikið vatn runnið úr sikjunum
út í sjó, þannig að vatnið í þeim
sem venjulega var 4 fet á dýpt,
var nú varla 2 fet á dýpt. í
þessum síkjum fórst fjöldi fólks
líkt og í gildru. Logarnir um-
tuktu fólkið á alla vegu, og log-
andi sikjapramma rak í áttina
til þess.
Annar staður, sem fólkið leit-
aði til, var liinn mikli skemmti-
garður Yokohama. Það voru um
20 ekrur óbyggðs lands um milu
vegar frá ströndinni. Þangað
hópaðist fjöldi fólks, og var það
fegið, er það gerði sér grein
fyrir því, að hinar sprungnu
vatnsleiðslur borgarinnar höfðu
gert garðinn að feni. Fólkið bar
á sig leðju, og þeir, sem voru
innst í hópnum, lifðu ógnirnar
af. En hitinn, sem lék um fólk-
ið, var svo ofboðslegur, að þús-
undir manna yzt í hópnum létu
lífið.
Beztir voru möguleikarnir til
þess að bjarga lífinu niðri við
höfnina. Þangað flúðu tugþús-
undir. Fólkið óð út í sjóinn,
þar til hann náði þvi alveg upp
að höku. Það reyndi eftir megni
að forðast brennandi olíubrák-
ina og beið þess, að því yrði
bjargað. Þar á meðal var lög-
reglustjóri Yokohama, Jiro Mori-
oka, sem eyddi þrcm stundum