Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 136
134
URVAL
mörgu smáeldar a?S tveim risa-
eldum, sitt hvorum megin Sum-
idaárinnar, sem rennur um mið-
hluta Tokyo og skiptir borg-
inni í tvennt. Um 4.30 var svo
komið, að ekki varð við neitt
ráðið, og geysilegur grúi ótta-
slegins fólks tók að flýta sér i
áttina til árinnar beggja vegna
hennar. Flest dró það á eftir
sér handvagna, sem hlaðnir voru
eldfimum eigum þess.
Er mannfjöldinn náði til að-
albrúnna fimm, sem liggja yfir
Sumidaána, gerði hann sér grein
fyrir þvi, að eldar geisuðu beggja
vegna árinnar og því var það
þýðingarlaust að halda ferð-
inni áfram. En það var of seint
að snúa við. Þvi lét fólkið þarna
fyrir berast og hnipraði sig sam-
an úti á rniðjum brúnum. Fólk
bættist i hópinn í þúsundatali,
er eldarnir nálguðust brýrnar.
Er liða tók að kvöldi, var þrýst-
ingur mannfjöldans orðinn slík-
ur, að margir þeirra, sem fyrst
höfðu komið, neyddust til þess
að stökkva út í ána eða var ýtt
þangað af þrýstingnum af mann-
fjöldanum. Hinir ósyndu drukkn-
uðu, en næðu hinir syntu ár-
bökkunum, stiknuðu þeir i hin-
um yfirþyrmandi hita þar.
En þeir, sem eftir urðu á brún-
um, áttu engra slikra kosta völ.
Þeir brunnu blátt áfram til bana,
þegar neistum og glóð rigndi
yfir þá og' kveikti í farangri
þeirra. Næsta morgun voru 4
af þessum 5 brúm brunnar,
þannig að grindin békk aðeins
uppi, þakin lirúgum af líkum.
En það tókst að forða 5. brúnni
frá þvi að brenna. Og má þakka
slíkt hugrökkum lögregluþjóni,
sem leyfði engum að flytja far-
angur sinn út á brúna, og þann-
ig bjargaði hann 12.000 manns-
lífum.
En það var víðar þröng en
á brúm þessum. Víða í borg-
inni rákust geysistórir hópar
flóttamanna á, og þannig lokuð-
ust strætin viða fyrir allri um-
ferð, jafnvel fótgangandi fólks.
Slökkviliðsmenn og lögregla
beindi fólksstraumnum eftir
megni að opnum svæðum, þar
sem helzt virtist öryggis að leita.
Vestanmegin Sumidaárinnar
virtist ákjósanlegasti staðurinn
vera Uenoskemmtigarðurinn, en
þar var meðal annars dýragarð-
ur borgarinnar, og svo stóra,
opna torgið fyrir framan keis-
arahöllina.
Á hinu þéttbýla svæði austan
árinnar virtist aðeins vera um
eitt nokkurn veginn öruggt svæði
að ræða, svæðið, þar sem fata-
birgðastöðvar hersins höfðu ver-
ið. Herinn hafði nýlega rifið
allar byggingarnar, og þarna
bafði myndazt autt svæði á áy-
bakkanum, og var það samtals