Úrval - 01.09.1964, Page 137
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI
135
15 ekrur. Þangað þyrptist fólk
nú í tugþúsundatali.
Slökkviliðsmenn gengu hraust-
lega fram i því að afkróa elda
með því að jafna byg'gingar við
jörðu eftir vissum reglum, og
þannig tókst þeim að bjarga
einstaka hverfi í borginni eða
blutum hverfa. Hin fjarlægu út-
liverfi, sem lágu hærra, voru
ekki i neinni hættu, og þaðan
fylgdist fólk með hinum hrylli-
legu eldum.
Þegar eldarnir voru mestir,
þakti eldliafið 6000 ekrur. Log-
arnir teygðu sig hátt til him-
ins, stundum teygðu eldsúlurnar
sig upp í 300 fet, en liið mikla
uppstreymi loftsins þeytti brenn-
andi hlutum upp i allt að 5 milna
hæð.
Þetta ofsalega uppstreymi,
sem átíi sér engar hliðstæður,
olli þeim viðbrögðum í gufu-
hvolfinu, sem áttu eftir að hafa
lirooðalegar afleiðingar. Er þessi
ofsahiti rakst á svalara loft, sem
yfir var, myndaðist risavaxið,
snjóhvítt ský yfir borginni, og
myndaði það sterka andstæðu
við svartan reykinn. Mannfjöld-
inn i skemmtigörðunum og á
opna svæðinu við ána vonaði
nú, að ský þetta boðaði regn.
En það hafði ekki að geyma
neinn raka. Þess i stað liafði það
að geyma hryllilegan ofsa, sem
átti eftir að mynda svo liroðalegt
hámark eldsvoðans, að því verð-
ur vart trúað.
DREKASPORÐUR ÚR VÍTI
Er líða tók að kvöldi, hafði
geysilegur fjöldi flóttafólks þak-
ið allt auða svæðið við ána.
Voru þarna um 40.000 flótta-
menn. Margir komu með allar
þær eigur með sér, sem þeir
gátu flutt á reiðhjólum, í dráttar-
vögnum eða á burðarstöngum.
Aðrir komu með stóra vagna,
fulla af rúmfatnaði, fatnaði, pott-
um og pönnum, leirtaui og jafn-
vel fuglabúrum. Flestar konurn-