Úrval - 01.09.1964, Page 143
TVEIM MÍNÚTUM FYEIR HÁDEGI
141
tölulega fáum Japönum. Yfir-
leytt var fólk rólegt og sýndi
náunga sinum samúð og hjálp-
semi. Það var lítið um ofsa-
hræSslu, mjög lítið um rán og
gripdeildir. Ifópar þeir, sem
sioppið höfðu undan eldunum,
hegðuðu sér yfirleitt alveg sér-
staklega vel.
Stjórn Yamamoto gaf nú út
fjölda fyrirskipana, sem mið-
uðu að fjárhagslegum stuðningi
við almenning, þar á meðal lækk-
un skatta og uppgjöf vissra teg-
unda af skuldum. En margar af
fyrstu tilraunum stjórnarvald-
anna til þess að veita hjálp
komu ekki að notum vegna sam-
gönguleysis og skorts á vörum.
Mikið af hjálparstarfinu var
fyrst í stað unnið af dugmikl-
um einstaklingum upp á eigin
spýtur.
Um gervalla borgina unnu
læknar og hjúkrunarkonur nótt
sem nýtan dag við óskaplegar
aðstæður og björguðu þannig
þúsundum særðra borgara. Kaup-
menn huðu ókeypis te og kökur.
Eigandi soyasósuverksmiðju ná-
lægt Tokyo breytti henni i bráða-
birgðaeldhús og sendi hrísgrjón,
súrsað grænmeti og drykkjarvatn
með vélbát niður eftir ánni til
höfuðborgarinnar.
Á aðaljárnbrautarstöð Tokyo
tókst yfirmanni eimreiðamið-
stöðvarinnar að bjarga meira en
100 járnbrautarlestum undan eld-
inum, og hafði hann i huga, að
þeirra myndi mikil þörf til þess
að flytja hina særðu burt frá
borginni. Honmn tókst þetta
með þvi að hafa upp á óskemmd-
um hliðarsporum, sem hægt var
að flytja lestirnar á. Stundum
urðu eimreiðastjórarnir að aka
lestum sínum inn á svæði, þar
sem eldar geisuðu, og bíða, með-
an verkamenn hættu sér út í
eldinn og ofsahitann til þess að
tengja sporin saman.
Aðaljárnbrautarstöðin varð
g'riðarstaður 3000 flóttamanna,