Úrval - 01.09.1964, Page 144
142
ÚRVAL
og miklum fjölda var komið fyrir
í geymslum og lestum. Kojurúm
voru tekin úr lestunum handa
veikum og særðum, og' nokkur
börn fæddust inni í lestunum,
og urðu lestarstjórarnir þá að
aðstoða sem Ijósmæður.
Einn hinna skjótráðu hetja
jarðskjálftanna miklu var Tets-
uzo Inumaru, hinn dugmikli for-
stjóri Hotel Imperial, glæsileg-
asta gistihúss Tokyo. Banda-
ríski arkitektinn Frank Lloyd
Wright hafði teiknað það, en
þá var hann alveg óþekktur,
og gistihúsið var alveg splunku-
nýtt. Það hafði sem sé staðið
yfir hádegisverðarboð í því til
þess að halda upp á opnunina,
þegar jarðskjálftakippirnir
bundu endi á athöfnina.*
Gistihúsið stóðst algerlega
jarðskjálftakippina, en rétt á
eftir var því ógnað af eldun-
um, sem geisuðu umhverfis það.
* Stuttu eftii' jarðskjálftann fékk
Wright arkitekt simskeyti, sem
komst á forsíöur allra blaða í
Bandaríkjunum: HÓTELIÐ
STENDUR ÓSKEMMT SEM
MINNISMERKI UM SNILLI
YÐAR. I því öngþveiti, sem ríkti,
þegar fyrstu fregnir tóku að
berast af ógnunum, var það á-
litið, að Hótel Imperial væri
næstum eina byggingin, sem
uppistandandi væri í Tokyo eftir
kippina. En hið sanna er, að 99
% allra bygginga í Tokyo stóð-
ust kippina.
Inumaru kom 100 mönnum fyr-
ir á þaki þess, og aðrir 100 menn
handlönguðu vatnsfötur mann
frá manni alla leið upp á þak,
en vatnið var tekið úr lilju-
tjörn gistihússins. Fyrstu jarð-
skjálftanóttina tókst þeim að
lialda eldunum í liæfilegri fjar-
lægð.
Þúsundir flóttamanna höfðu
safnazt saman í Hibiyagarði
hinum megin götunnar fyrir
framan gistihúsið. Inumaru gaf
starfsfólki sínu fyrirskipanir um,
að það skyldi gefa fólki þessu að
borða. „Reynið ekki að geyma
matinn,“ sagði hann. „Notið
hann allan, og ég skal útvega
meiri mat.“
Og Tnumaru stóð við orð sin.
Þegar skápar gistihússins voru
orðnir galtómir, fór hann á stúf-
ana til þess að útvega meiri mat-
væli. Hann hafði enga peninga,
og bankarnir voru lokaðir, en
honum tókst að sníkja peninga
hjá embættismönnum utanríkis-
ráðuneytisins. Síðan sendi liann
bíla gistihússins i matarleit út
i sveitirnar fyrir norðan borgina.
þar sem vegirnir voru í þolan-
legu ásigkomulagi. Þannig tókst
honum að gefa 2500 flóttamönn-
um tvær hrísgrjónamáltíðir á
dag, og matsalur gistihússins
var látinn standa opinn og öll-
um veittar ókeypis máltíðir.
Smám saman tók líf að fær-