Úrval - 01.09.1964, Page 145
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR IIÁDEGI
143
ast í hina lömuðu borg. Og þá
tók Hjálparstofnunin til óspilltra
málanna, en hún liafði 700 starfs-
mönnum á að skipa. Fjöhli lækna
og hjúkrunarkvenna tók að
streyma inn í borgina utan úr
úthverfunum, og mánudaginn 3.
scptember voru 80 sjálfboðaliða-
sveitir þeirra teknar til starfa
um gervalla borgina.
Haldið var uppi sambandinu
við aðalstöðvar hersins í Tokyo
og herdeildir í úthverfunum
með aðstoð 400 bréfdúfna.
35.000 hermenn voru látnir taka
til starfa til bess að koma sem
flestu í samt lag í borginni.
Verkfræðingar hersins gerðu
við talsíma- og ritsímalínur,
vcgi og brýr, en aðrar herdeild-
ir fluttu matvæli og vatn til borg-
arinnar.
Flestir íbúar borgarinnar höfð-
ust nú við á opnum svæðum,
svo sem í Uenogarði eða á torg-
inu fyrir framan keisarahöllina,
og brátt tóku þessir staðir á sig
svip örgustu hreysahverfa, er
tjöld og aumir kofar úr spýtna-
hraki tólui að rísa þar upp.
Hin þungbæra leit að lifandi
fólki i rústunum hófst, áður en
eldarnir í norðurhverfunum
höfðu verið slökktir og áður en
útbrunnin hverfin í miðborg-
inni voru orðin köld. Vikum
saman reikuðu leitarmenn um
rústirnar og kölluðu upp nöfn
ættingja og vina eða báru spjöld
með nöfnum þeirra, sem saknað
var.
En átakanlegasta sjónin voru
hin einmana, ráfandi börn. Þau
skiptu nokkrum þúsundum, og
yfirvöldin söfnuðu þeim saman.
Mörg komust aftur til ættingja
sinna, en hundruðum þeirra
barna, sem áttu ekki lengur for-
eldra á lifi, var komið fyrir í
sérstökum stofnunum.
Eitt allra erfiðasta vandamálið
var að losna við líkin á öruggan
hátt. í öllum hverfum borgar-
innar var komið á fót nokkurs
konar líkhúsum, þar sem lík þau,
er enn var hægt að þekkja, voru
geymd í 2 daga, áður en þau
voru send í fjöldalikbrennslu-
hús. Flytja varð viðarbúta í
tonnatali til borgarinnar til þess
að kynda eldana undir ofnum
þeirra.
BJARGIÐ JAPAN!
Er fréttir um jarðskjálftann
mikla breiddust út um heims-
byggðina, mátti greina tafarlausa
og djúpa samúð almennings.
Þótt Yamamoto vissi ekki af því,
voru hjálpargögn þegar lögð af
stað til Japan að kvöldi fyrsta
jarðskjálftadagsins.
Fyrsta jarðskjálftadaginn var
Asiufloti Bandaríkjanna staddur
í Darien í Manchuriu. Yfirmaður
hans, Edwin A. Anderson að-