Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 148
146
ÚRVAL
risavaxið viðfangsefni. Arið áð-
ur liafði Beard eytt C mánuðum
í Japan sem yfirmaður Borgar-
rannsóknarstofnunar Tokyo. Nú
sneri hann aftur til Japan og
hafði með sér uppástungur um
glæsilegt skipulag hinnar nýju
borgar.
Áætlun þeirra Beards, Yama-
moto og Goto gerði ráð fyrir
fagurri, nýtízku stórhorg með
breiðum trjágötum, nýjum
skemintigörðum og skemmti-
göngustrætum og fjölbýlishúsum
og skrifstofubyggingum, sem
dreifast áttu í hin ýmsu hverfi,
en auð svæði skyldu verða á
milli. En uppdráttur þessi átti
ekki fyrir sér að verða annað en
dagdraumurj
Tilraun, sem gerð var til þess
að flytja fólk í hverfi sem næst
vinnustað, var geysilega óvin-
sæl. Fólkið vildi búa i þeim
hverfum, sem það hafði alltaf
búið í. Og þar að auki olli burt-
streymi 1 inilljónar íbúa Tokyo
til sveitanna að jarðskjálftunum
loknum svo geysilegum skorti á
vinnuafli, að skipulagt endur-
reisnarstarf var næstum ómögu-
legt. En stjórnin hafði einmitt
hvatt til þessa burtstreymis.
Uppdrættir Beards prófessors
urðu glæstari dag frá degi og
fjarlægari raunveruleikanum, og
nefndir spruttu upp sem gor-
kúlur, en á meðan byrjuðu
borgarbúar sjálfir að endurreisa
borgina sína eftir eigin iiöfði
og af jafnvel enn meira handa-
hófi en áður. Smám saman var
ösku og öðru rusli rústanna sóp-
að burt, og á stórum svæðum
mynduðust nú á nýjan leik hin
gamalkunnu örmjóu, krókóttu
öngstræti, sem lágu i allar áttir
um frumskóg aumra kofa úr
kassafjölum og blikkplötum.
Prófessorinn gat ekki annað
gert í máli þessu en horft á þessa
þróun fullur undrunar og von-
leysis.
Þótt þessi snögga endurfæðing
borgarinnar kæfði hinar miklu
endurbyggingarfyrirætlanir i
fæðingunni, gat stjórnin samt
komið i framkvæmd stórkostleg-
um endurbótum, þar á meðal
byggingu fallegra opinberra
bygginga og nýtízku stræta. En
kannske var helzta afrek hennar
skipulagning nokkurra nýrra
skemmtigarða, þar sem getur að
lita þúsundir grátviðartrjáa og
kirsuberjatrjáa. Einn fegursti
þessara garða er Sumidagarður-
inn, en þar er breitt skemmti-
göngusvæði beggja megin Sum-
idaárinnar, rétt lijá stað þeim,
sem fatabirgðaskemmur hersins
stóðu fyrrum á.
Á þeim stað hafa risið fjöl-
mörg verzlunarhús. En árið
1923, nokkrum dögum eftir jarð-
skjálftann, var hluti þess svæðis