Úrval - 01.09.1964, Síða 149
TVEIM MÍNÚTUM FYRIE IIÁDEGI
147
tekinn frá fyrir minningargraf-
reit um alla þá, sem dóu í elds-
voðanum mikla. Nú er þetta
skemmtigaröur, þar sem eru leik-
vellir fyrir börnin úr næstu
hverfum. Nálægt aðalhliðinu er
lítið safn, sem hefur að geyma
ýmsar minjar um þessar miklu
ógnir: járnplötu, sem vafizt hef-
ur utan um trjábol í Yasuda-
görðunum, beyglað reiðhjól, er
fannst hátt uppi í tré, uppdrætti
yfir útbreiðslu eldanna, klukku-
stund eftir klukkustund, og staði
þá, sem helztu hvirfilbyljirnir
geisuðu á. Meðfram veggjunum
eru teikningar, gerðar af börn-
um, er urðu munaðarlaus í jarð-
skjálftanum mikla og þau gerðu
síðar á barnahælum þeim, sem
þeim var komið fyrir á.
í miðjum garðinum er Hús
Minninganna. Þar er aska 58.000
fórnardýra ógnanna miklu
geymd í risastórum kerjum. Á
altari í miðjum sal einum brenn-
ur logi, sem aldrei hefur verið
látinn slokkna.
Minningarathöfn er haldin
þar ár hvert þ. 1. september, og
þar kemur saman meira en 1000
manns. Þegar hópur embættis-
manna kemur inn í salinn, i
fylgd hljómlistarmanna úr keis-
arahöllinni, er leikin hin Iiefð-
bundna gamla hirðtónlist, Síð-
asti embættismaðurinn, sem tek-
ur sér sæti þarna, er prins eða
prinsessa úr keisarafjölskyld-
unni.
Minningarathöfnin er ffam-
kvæmd af 30 búddaprestum.
Eftir reykelsisbrennslu mælir
einn prestanna þessi orð: „Það
er heilög skylda okkar að minn-
ast hinna látnu og hugsa í kær-
leika til þeirra.“
Síðan hringir lítil klukka,
nákvæmlega tveim mínútum fyr-
ir hádegi, og allir viðstaddir lúta
niður í þögulli bæn.
Ég stóð fyrir utan aðaldyr banka nokkurs í Boston og beið
þess, að maðurinn minn kæmi í bílnum okkar og sækti mig. Þá
kom roskin, mjög fyrirmannleg frú út úr bankanum, en snar-
stanzaði, er hún sá, að komin var hellirigning. Hún rökræddi
við sjálfa sig upphátt, hvort hún ætti að hætta á að eyðileggja
hinn giæsilega drottningarhatt sinn. Síðan sneri hún sér að mér
og sagði ákveðnum rómi: „Ég tek mér leigubíl. Lofum erfingj-
unum að labba!“ ' Frú E.L. Sears