Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 151
I
IIJÚSKAPARFRÆÐSLA OG .. .
ofan, geta vænzt af slíkri
fræðslu.
Mesti misskilningurinn í þess
efni er ef til vill sá, að tilgang-
ur lijónabandsfræðarans sé að
veita ráðleggingar. Spurningin,
sem flest hjónanna spyrja, er
þessi: „Hvað á ég að gera?“
En hjúskaparfræðarar fyrir-
skipa engin lyf, eins og læknar
gera.
„Það, sem við leitumst við að
gera,“ segir dr Emely Mudd,
eirin fyrsti hjúskaparfræðarinn
í Bandaríkjunum, „er að koma
hjónunum í skilning um, i hverju
vandamál þeirra séu fólgin, svo
að þau geti ráðið fram úr þeinr
sjálf. Fræðarinn gerir hvorki að
álasa, dæma, né taka afstöðu
með öðrum málsaðilanum; hann
reynir aðeins að hjálpa mönnum
til að gera sér grein fyrir og
skilja hjónaband sitt. Hjóna-
bandsfræðaranum hefur verið
líkt við óskrifað hlað, sem við-
komandi dregur upp mynd á
af erfiðleikum sínum. Að því
loknu getnr hann gengið eitt eða
tvö skref aftur á bak og virt
fyrir sér myndina út frá nýj-
um sjónarmiðum.
„Hjón í liundraðatali hafa
komið til mín og sagt: „Segið
okkur aðeins, hvort okkar hef-
ur á réttu að standa,“ segir dr.
Bohert A. Harper, forseti „Sam-
bands amerískra hjónabands-
149
fræðara.“ „Ég svara því til, að
i hjónadeilum sé aldrei um það
að ræða, að annaðhvor aðilinn
hafi rétt eða rangt fyrir sér,held-
ur sé aðeins um tvo mis-
munandi aðila að ræða. Mis-
muninn megi oft skilja og jafn-
vel eyða honum. En fyrsta skil-
yrðið sé að reyna að skilja hin-
ar mismunandi tilfinningar
hvors annars.
„Það er ekki nema eðlilegt,“
segir dr. David Maee, gamall
hjónabandsfræðari, „að eigin-
konan eða eiginmaðurinn vilji
gjarnan reyna að komast til
botns í, hvoru þeirra sé um að
kenna, þegar eittlivað fer af-
laga í hjónabandinu. Það getur
verið erfitt að gera sér ljóst,
hvaða hlutdeild eða sök maður
eigi sjálfur í vandamálinu. Hjú-
skaparfræðarinn fær þá við-
komandi aðila til að ræða við
sig fram og aftur um hjóna-
bandið, unz honum er orðið
ljóst, hver hans eigin hlutdeild
er í vandamálinu.“
Cartershjónin, sem við skul-
um nefna svo, eru gott dæmí
um það, hvernig hjónafræðarinn
hagar starfi sinu. Frú Cartcr
lýsti sjálfri sér sem fyrirmynd-
ar eiginkonu. En eiginmaður-
inn, sagði hún, að væri „mesti
ónytjungur". Og eiginmaðurinn
viðurkenndi þetta, þótt undar-
legt megi virðast; hann sagði