Úrval - 01.09.1964, Page 156
EINKENNILEGUR
FARMUR
Brezki tundnrspillirinn „Tremendous“ fékk eitt sinn
einkennilegt viðfangsefni í spænsku borgarastyrjöld-
inni. Það var fólgið í að flytja heilan skipsfarm af flótta-
fólki til Bretlands, og var fiar aðeins um börn og konur
að ræða. Sjóliðarnir urðu jiví að gerast barnfóstrur —
og jafnvel Ijósmæðnr, jbví að 2 börn fæddust á leiðinni.
undurspillirinn H.M.
TREMENDOUS var
lónandi á varðbergi
undan norðurströnd
Spánar sumarið
1937, þegar eftirfarandi loft-
skeyti barst skipherranum:
Verið viðbúnir að fylgja
franska togaranum Argonne með
spánskt flóttafólk um borð.
Tveim sólarhringum síðar kom
annað skeyti:
Franski togarinn tafðist; bú-
izt til að taka móti 42 flótta-
mönnum klukkan 0430.
Löngu fyrir dögun var „Trem-
endous“ á tilgreindum stað með
allar byssur búnar til atlögu,
ef einhver tilraun yrði gerð til
ihlutunar. Loks komu tveir fiski-
bátar hægt og hljóðlega út úr
mistrinu og voru komnir að
skipshlið eftir nokkur andartök.
Sendimaður hljóp upp i brúna:
„Skipherra, hér er tilkynning
frá liðsforingjanum og nafna-
listi yfir flóttafólkið."
Skipherrann glenti upp augun,
er bann hóf lesturinn:
1. José Rainón Esquerra. Sjö
mánaða. Munaðarlaus
2. Maria Dolores Carrión. 14
mánaða. Munaðarlaus.
3. Manolo Juan Uscavilla. 11
mánaða. Munaðarlaus.
Skipherrann leit upp og sá,
liverjum hvítvoðungnum á fæt-
ur öðrum lyft með liátíðlegri
varfærni um borð og í hendur
sjóliðanna, er stóðu í skipu-
legri röð, en skotliði merkti á
listann jafnóðum. Þjáningin
skein út úr unga liðsforingjan-
um, er hann skotraði augunum
154
Reader's Dig.