Úrval - 01.09.1964, Page 157
EINKENNILEGUR FARMUR
155
upp á brúna, eins og hann bygg-
ist við eldingu að ofan. En skip-
herrann varð mállaus. Hann
taldi tuttugu og tvö smábörn,
og þar næst kom ömurleg hers-
ing tíu kvenna, og allar héldu á
ungbarni, að þrem undanskild-
um.
Þótt engisprettuhópur hefði
setzt á skipið og byrjað að éta
látúnsbúnaðinn, hefði skipherr-
ann ekki geta orðið ringlaðri.
Þar sem hann horfði áþessa sjón,
sleit eitt eldri barnanna sig laust
frá bráðabirgðafóstrunni, hras-
aði á þilfarinu og rak samstund-
is upp öskur af öllum mætti.
Þetta var merki til hinna barn-
anna um að taka undir. Það
kvein í skipinu stafnanna á milli
af háværu barnaorgi.
Skipherrann kallaði á báts-
manninn og' spurði:
„Hvað er að gerazt, Higgins?
Hver á að lita eftir þessum börn-
um?“
„Það er engu líkara en við
eigum að gera það, skipberra."
„Hm. Þú hefur athugað, að
listin sé réttur, allir séu með?“
„Ég — já og nei, skipherra."
„Hvað áttu við, já og nci?“
„Það er bara þannig, skip-
herra, að þrjú barnanna hafa
ekki beinlínis séð dagsins ljós
enn þá.“
„En, drottinn minn, Huggins,
við getum ekki séð um barns-
fæðingar hér um borð.“
„Nei, skipherra, en ef þessi
fjárans franski togari lætur ekki
sjá sig fljótlega, er ég satt að
segja smeykur um, að eitthvað
slíkt geti gerzt.“
Skipherrann strauk höndinni
yfir enni sér, eins og hann sundi-
aði.
„Var það eitthvað fleira, skip-
lierra?“
„Nei, nei,“ sagði skipherrann
þreytulega. „Þetta et- allt og'
sumt.
Allan þennan morgun titraði
ljósvakinn af skeytasendingum
frá „Tremendous."
Ilöfum tekið við tíu konum
og 20 börnum um borð; verðum
að losna við fólkið.
Flaggskipið, sem var í örug'gri
og' þægilegri fjarlæg'ð, sendi
þetta kuldalega svar:
Ríðið franska togarans; gefið
þeim næringu; gerum ráð fgrir,
að nógar birgðir séu til af dósa-
mjólk; mælum ekki með romm-
skammtinum.
„Tremendous“ svaraði af meiri
ákafa og í bænartóni:
Meðal flóttafólksins ern þrjár
konur, sem geta orðið léttari á
liverri stundu. Hvað eigum við
að gera?
Svarið við þessu skeyti var
svolítið meira uppörvandi:
Fullnægjandi hjúkrunarlið um
borð í franska togaranum. Ætti