Úrval - 01.09.1964, Síða 159
EINKENNILEGUR FARMTJR
157
dagsins var böðunin klukkan
sex, þegar öllnm bölunum var
raðað á þilfarið. .Blásið var i
flautu og allir fjölskyldumenn-
irnir gengu fram með barn undir
hvorum armi. Aftur var flautað
og þá hófst þvotturinn, og sam-
timis allsherjar grátur, en hann
var brátt þaggaður niður. Skip-
herrann, sem horfði á aðfarirn-
ar úr brúnni, var glaður við að
sjá, að sum börnin voru i raun-
inni hlæjandi.
Leiksvæði var afgirt miðskips
rétt aftan við tundurskeytahylk-
in, og þar stóðu fjölskyldumenn-
irnir á verði i stað ])ess að vera
i sinum venjulegu varðstöðvum.
Óþrifale gum fatagörmum barn-
anna var smátt og smátt fleygt
og mörg þeirra færð i undarleg-
an samtíning af gömlum ein-
kennisbúningum. Skipherrann
veitti eftirtekt stóreygu barni í
furðulegri flík, er gerð var úr
náttfötum, sem hann hafði ætl-
að sér að vera í viku seinna, en
hann sagði ekkert.
Önnur alvarlegri mál biðu úr-
lausnar. Alla nóttina voru sí-
fellt að koma boð til skipherr-
ans frá skipasmiðnum, sem sett-
ur liafði verið á vörð í „fæðing-
ardeildinni" af þeirri einföldu
ástæðu að hann var kvæntur
ljósmóður. Fréttir frá flaggskip-
inu voru þó hughreystandi og
fréttir neðan úr „deildinni“
voru enn ekki uggvænlegar. Eins
og bláeygði liðsforinginn orð-
aði það heldur óheppilega: „All-
ar konurnar þrjár halda í sér,
skipherra."
En i dögun komu boð til skip-
herrans: „Perez eignaðist dreng
Móður og barni liður vel.“
Skipherrann hallaði sér að
áttavitanum auðsjáanlega feginn
þessari fregn. En næstum sam-
stundis kom skeyti frá loftskeyta-
klefanum:
FRANSKI TOGARTNN STRAND-
AÐUR. FREKARI ADSTOÐ ÞVÍ
MIDUR EKKI MÖGULEG. EF
MJÖG AÐKALLANDI HALDTD
TIL BORDEAUX OG SETJID
ÞUNGUÐU KONURNAR ÞAR Á
LAND ANNARS HALDID BEINT
TIL PORTLAND MEÐ ALLT
FLÓTTAFÖLKIÐ. GÓÐA FERD.
Skipherrann hafði rétt í þessu
gefið fyrirskipun um að halda
til Bordeux á fullri ferð, er hon-
um barst önnur orðsending:
„Liðsforinginn tilkynnir, skip-
herra, að Cheverra hafi fæðst
dóttir. Móður og barni líður
vel.“
Þetta gerðizt allt á svo einfald-
an liátt og svo greiðlega, að skip-
herrann hafði næstum komið
sér í ógöngur. Hann var farinn
að álíta, að óþarflega mikið væri
gert úr því, þótt nýtt líf kæmi i
heiminn. Honum virtist brezki
flotinn ráða síður en svo verr