Úrval - 01.09.1964, Side 161
EINKENNILEGUR FA RMUR
159
Þessari tillögu var hafnað sumir enn þá, að sú ákvörðun
nokkuð hvatskeytlega, og telja hafi verið alröng.
ANDVEIRULYF GEGN BÓLUSÓTT
Fyrsta lyfið, sem tekizt hefur að vernda menn gegn lifshættu-
legum veirusjúkdómi, er gerviefnasamband, og er lyfið gleypt.
Það hefur verið búið til í Bretlandi og kann að reynast betur
en bólusetning við að hefta útbreiðslu bólusóttar. Skýrsla um
lyf þetta, en nefnist BW-33-T-57, birtist í læknatímaritinu
,,Lancet“. Og er því Þar haldið fram, að lyf þetta kunni að reyn-
ast bezta vopnið gegn bólusótt, síðan bólusetningin var fundin
upp árið 1796.
1 bólusóttarfaraldri í Madras í Indlandi í fyrra var 1100 manns
gefið þetta nýja lyf, en allt þetta fólk hafði komizt í nána snert-
ingu við bólusóttarsjúklinga. Á meðal þessa hóps komu aðeins
fram 3 væg tilfelli af sjúkdómnum. 1 öðrum hópi, sem var svip-
aður á stærð, hafði komizt í nána snertingu við bólusóttarsjúkl-
inga, en var ekk'i gefið lyfið, veiktust 78 af bólusótt, þótt flestir
í þessum hópi hefðu verið bólusettir. Af þessum 78, sem veikina
tóku, dóu 12.
Hingað til hefur BW-33-T-57 ekki verið notað til lækningar
bólusóttar. En það ætti að geta reynzt notadrjúgt varnarmeðal
í löndum, þar sem bólusótt brýzt út hvað eftir annað, þrátt fyrir
almenna bólusetningu. Einnig ætti það að geta reynzt afdrifarík-
asta hjálparmeðalið til þess að hefta útbreiðslu bólusóttar í lönd-
um, sem flugfarþegar bera bólusóttina til.
Mancliester Guardian.
Framleitt hefur verið hitunartæki, sem er svo lítið, að halda
má á því í hendi sér. Það brennir logalausu propanegasi. Það
getur soðið, þurrkað hár og málningu, dregið úr gigtarverkjum
og affryst ísskápa. Looking Ahead.
Fundin hefur verið upp ný aðferð til gerilsneyðingar matvæla,
sem á að sjóða niður. Því er haldið fram, að' þannig varðveitist
bragð og útlit matvælanna miklu betur en áður.
Looking Ahead.