Úrval - 01.09.1964, Side 162
160
ÚRVAL
Maðurinn minn hafði sýnt Þá
dásamlegu hugulsemi að kaupa
handa mér rafmagnshitateppi, þar
sem ég kvartaði alltaf undan köld-
um rúmfötum. Ég var dálítið hik-
andi við að sofa undir öllum þess-
um rafmagnsleiðslum, en hann
fullvissaði mig um, að það væri
alls ekkert hættulegt, og eftir
nokkrar mínútur var ég sofnuð,
sæl á svip.
En það, sem maðurinn minn vissi
ekki, var, að ég hafði sett svína-
kjöt í eldavélarofninn, og þar átti
það að bakast alla nóttina við
lágan hita. Þegar hann vaknaði
um miðja nótt og fann steikar-
lykt, teygði hann handlegginn yf-
ir til mín og hristi mig: „Dorothy,
Dorothy!" hrópaði hann skelfdur.
„Er allt í lagi með þig?“
Frú J. Rutli.
—☆
Verksmiðjueigandi nokkur bauðst
til þes að gefa 250 eigendum kola-
kyntra miðstöðva kolaskóflur. Þær
runnu út eins og heitar lummur.
svo að nú geta allir eigendurnir
lesið eftirfarandi áletrun á skaft-
inu, þegar þeir taka upp skófluna
til þess að bæta á miðstöðina:
„Ef þér ættuð einn af olíukynntu
miðstöðvarkötlunum okkar, sætuð
Þér núna uppi í ró og næði og
horfðuð á sjónvarpið i stað þess
að vera að þræla í kolamokstri
hérna niðri!“
R. Sylvester.
—☆
Sjálfvirknin hefur nú náð svo
langt, að nú er komin út bók fyrir
rafeindaheila, og fjallar hún um
það, hvernig skilja megi fólk.
F. Knebel.
—
Faðirinn var spurður að þvi,
hvers vegna í ósköpunum nýja-
barnið hans hefði verið skýrt „Da
capo“. „Ja,“ sagði hinn barnmargi
faðir, „sko, hann var bara alls
ekki á leikskránni."
Farrn Journal.
—☆
Fagurlega limuð stúlka kom
inn í ráðningastofu sýningar-
stúlkna, gekk að afgreiðsluborði,
sem merkt var „Umsóknir" og
sagði: „Ég vildi gjarnan sækja um
starf sem sýningarstúlka." Og án
þes að líta á hana, stakk af-
greiðslumaðurinn hendinni niður
í skrifborðsskúffu, dró þaðan upp
örlítinn sundbol úr teygjuefni, og
rétti hinni fagurlega limuðu með
þessum orðum: „Gjörið svo vel
að útfylla þetta.“
R. Newbold.
—☆
Svo er dásemdum nútíma frétta-
miðlunar fyrir að þakka, að það
er nú mögulegt að hlusta á sömu
fréttirnar 37 sinnum á dag.
Bill Vaughan.