Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 12
10
ÚRVAL
ViS þetta bætist svo, að margt
ungt fólk er undir þungu fargi í
skólum á vorum dögum. Samkeppn-
in um góðar einkunnir og aðgang að
æðri skólum hefur aldrei verið
eins hörð. Þroskaárin eru sá timi,
þegar i svo mörgum efnum verður
að fara fram val, sem mun hafa á-
hrif á allan æviferil manna. Þau
eru einnig sá tími þegar börnin
taka að sjá foreldra sína i eins
konar fjarvídd, þegar hinar goðum-
líku hugmyndir um móður og föður
taka að blikna og í staðinn fer að
örla á vitundinni um ófullkomnar
mannlegar verur. Er þá ekki að
undra þótt hjá mörgum unglingn-
um komi í ljós merki um innri
þenslu, og engin furða þótt margur
gerist óstýrilátur undir áhrifum
áfengis.
Læknar segja, að á surnu full-
orðnu fólki hvili eitthvert slikt
farg, að það ætti aldrei að drekka
áfengi sökum þess, að það kann
þá engin ráð til að hætta. Ungling-
um er að vissu leyti svipað farið
og þessu fólki. Ef þeir fresta til-
raunum sínum með áfengi þar til
þeir eru orðnir eldri og þroskaðri,
hafa þeir miklu meiri likur til að
geta komizt hjá hættulegum atvik-
um. Þá munu þeir geta notið á-
nægjunnar af hóflegri áfengis-
nautn — andlegrar hvíldar og sam-
kvæmishæfni — án allra spillandi
öfga.
Hinum ýmsu foreldrum mun þykja
nauðsynlegt að rökræða áfengis-
málið við börn sín á ýmsa vegu.
Hið rétta orð í þessu sambandi
er að rökræða, ekki að fyrirskipa
eða láta afskiptalaust. Foreldrum,
scm eru i algeru bindindi' kann að
þykja full auðvelt að segja: „Gerið
eins og við.“ Þeir ættu jafnframt að
útskýra, hvað þeir vilji forðast,
með tilliti til eðlilegrar forvitni
barnsins um alla skapaða hluti,
þar á meðal áfengi. Þeir sem þjóra
mikið og geta ekki bjargað sjálfum
sér, skyldu ekki halda, að þeir geti
leynt því, hvernig komið er fyrir
þeim, fyrir börnum sínum. Lækn-
ar segja, að í fjölskyldum, sem of-
drykkju kemur fyrir í, sá ástæðu-
laust að forðast það á nokkurn
hátt að ræða þennan sjúkdóm
hreinskilnislega við börnin á ungl-
ingsaldri.
Þeir unglingar, sem drckka gegn
vilja foreldra sinna, kunna að búa
yfir einhverjum vandamálum, sem
rétt væri að ræða um við prest
eða lækni, ef unglingarnir fást ekki
til að ræða það við foreldrana,
og þagna þrjózkulega i hvert sinn,
sem foreldrarnir nálgast það um-
ræðuefni. Það er hið erfiða hlut-
verk foreldranna að færa sönnur
á, að þeir séu ávallt barnanna meg-
in i baráttunni fyrir gæfu og hug-
arrósemi, ásamt góðri hegðun.
Ef það tekst, að viðhalda hlýlegu
og frjálslegu sambandi milli for-
eldra og barna, eru allar líkur til,
að vandamálið að halda heimboð
fyrir unglinga án áfengis, reynist
furðulega auðvelt. Eitt þeirra ein-
kenna, sem gerir unglingsaldurinn
svo aðlaðandi og elskulegan, er
sannleiksást unglinganna og fyrir-
litning þeirra á allri hræsni og
skynhelgi. Sá faðir, sem útlistar
greinilega fyrir unglingunum, hve
hættulegt áfengið er þeim, og sem