Úrval - 01.06.1965, Side 17
FURÐULEGIR ÍTALSKIR ÁIIUGAMENN ....
15
aði hefur 12 stunda vinnudag, telc-
ur upp 24 stunda varðgæzlu, þeg
ar sovézkar stöðvar á jörðu niðri
taka til óspilltra málanna. Sérhver
þeirra, sem eru á verði hefur sitt
ákveðna starf: tveir hlusta á radd-
ir og merki og taka þau upp á seg-
ulband; tveir stjórna diskloftnet-
inu; og einn hinn snjallasti í hópn-
um, galdramaður í stærðfræði,
stendur við handsnúna reiknivél,
og reiknar út hraða og umferðar-
braut gervihnattarins. (Vísinda-
menn nota rafeindaheila.) Svo ná-
kvæmir eru útreikningar þeirra,
að þeir gátu sagt fyrir með 12
klukkustunda fyrirvara, að rúss-
neski gervihnötturinn Lunik IV.
mundi fara fram hjá tunglinu í 5000
mílna fjarlægð. Nákvæmlega var
fjarlægðin 5281 míla.
Flest mönnuð geimför fara um-
hverfis jörðina á 90—120 mínútum.
Um það leyti sem önnur umferðin
hefst, hefur þessi litla, ötula stöð
þegar reiknað út brautir gervi-
hnattarins í aðalatriðum, og hjálm-
urinn á veggnum sýnir með ljós-
merkjum stöðu hans á himinhvolf-
inu á hverri minútu.
Á sinni stuttu ævi, hefur Torre
Bert-stöðin náð ýmsum furðuleg-
um boðum utan úr geimnum. Hinn
28. nóvember 1960, til dæmis,
heyrði hún þessi dularfullu orð:
,,SOS (neyðarmerki) til alls heims-
ins.“ Þau komu frá geimfari á ferð
og voru endurtekin þrisvar. Áhuga-
menn í Texas og Þýzkalandi náðu
þessum boðum einnig. Þrem dög-
um síðar viðurkenndu Rússar geim-
skot, sem hefði mistekizt — en
nefndu ekki að það hefði verið
maður innanborðs.
Hinn 17. maí 1961 heyrðust radd-
ir tveggja manna og einnar konu
í miklum æsingi — „Ástandið fer
versnandi. .. . hvers vegna svarið
þið ekki?.... við hægjum ferðina
.... heimurinn mun aldrei vita
neitt um okkur....“ Siðan þögn.
Þessi sömu orð heyrðust í Alaska
og Sviþjóð. Hvað þau tákna? Eng-
inn skilur það, fyrr en Rússum
þóknast að tala.
Ef til vill var sá boðskapur áhrifa-
mestur, þótt orðvana væri, sem
heyrðist snemma í febrúarmánuði
1961. Á segulbandi, sem ég hlustaði
á sjálfur í Torre Bert, heyrðist
örhraður hjartsláttur (hjartsláttur
allra geimfara er hljóðritaður sjálf-
krafa) og mjög erfiður andardrátt-
ur. Judica-Cordiglia-bræðurnir fóru
með segulbandið til hins fræga
hjartaskurðlæknis, dr. A. M. Dogli-
otti. Úrskurður hans var þessi:
,iÞetta eru hjartahljóð deyjandi
manns.“ Bræðurnir þykjast hár-
vissir um, að Rússar hafi verið ó-
sparir á mannslíf, til þess að ná
þeim árangri í geimferðum, sem
þeim hefur tekizt. Vitnisburður hef-
ur safnazt fyrir, sem bendir til, að
það kunni að hafa kostað þá að
minnsta kosti tiu mannslif.
Ungu mennirnir í Turin höfðu
lengi dáðst að geimferðaáætlun
Bandarikjanna, áður en þeim gafst
tækifæir að sjá hana sjálfir á síð-
astliðnu ári. ítölsk sjónvarpsstöð
liafði spurningaþátt um geimferðir
og veitti 3000 dollara verðlaun.
Judica-Cordigliaibræðurnir sigruðu
auðveldlega, og voru ekki seinir á